Kosningabíll Sturlu skemmdur 25. apríl 2009 10:58 Sturla Jónsson. Sturla Jónsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur keyrt um á vörubíl með auglýsingu frá sjálfum sér í aðdraganda kosninganna. Honum brá því heldur betur í brún þegar hann ætlaði af stað í morgun og búið var að losa gám sem var á vagni aftan á bílnum. Litlu munaði að gámurinn færi af vagninum en það var fyrir snarræði Sturlu að ekki fór verr. Hann segir að einnig hafi verið búið að særa slöngu sem liggur úr bílnum í vagninn. „Mér finnst þetta nú bara fyndið hvernig menn geta hagað sér. Þetta hefði hinsvegar getað endað illa ef ég hefði misst hann niður á jörðu," segir Sturla sem er með bílinn, gáminn og vagninn í láni hjá félögum sínum. Sturla hafði lagt bílnum við Elliðaárstífluna og ætlaði að fara á rúntinn í morgun þegar hann varð var við skemmdirnar. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann að basla við að koma þessu í lag og ætlaði síðan í bíltúr um bæinn. Hann má hinsvegar ekki vera með áróður á kjörstað. „Lögin eru þannig að ég má ekki vera í sjónlínu við kjörstað en ég get verið á ferðinni án þess að ég sjáist frá kjörstað," segir Sturla sem undrast hvernig fylgi flokksins hefur verið að mælast að undanförnu. „Ef ég tala bara beint frá hjartanu þá hafa skoðanakannir ekki verið að sýna það sem ég finn hjá fólki sem ég tala við, það er langur vegur þar á milli," segir Sturla og tekur dæmi um hversu vel gekk að safna undirskriftum. „Ég var ekki nema sex tíma að ná í einhverjar 440 undirskriftir í mínu kjördæmi." „Eina almennilega skoðanakönnunin fer hinsvegar fram í dag og í kvöld, það er það sem skiptir máli." Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sturla Jónsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur keyrt um á vörubíl með auglýsingu frá sjálfum sér í aðdraganda kosninganna. Honum brá því heldur betur í brún þegar hann ætlaði af stað í morgun og búið var að losa gám sem var á vagni aftan á bílnum. Litlu munaði að gámurinn færi af vagninum en það var fyrir snarræði Sturlu að ekki fór verr. Hann segir að einnig hafi verið búið að særa slöngu sem liggur úr bílnum í vagninn. „Mér finnst þetta nú bara fyndið hvernig menn geta hagað sér. Þetta hefði hinsvegar getað endað illa ef ég hefði misst hann niður á jörðu," segir Sturla sem er með bílinn, gáminn og vagninn í láni hjá félögum sínum. Sturla hafði lagt bílnum við Elliðaárstífluna og ætlaði að fara á rúntinn í morgun þegar hann varð var við skemmdirnar. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann að basla við að koma þessu í lag og ætlaði síðan í bíltúr um bæinn. Hann má hinsvegar ekki vera með áróður á kjörstað. „Lögin eru þannig að ég má ekki vera í sjónlínu við kjörstað en ég get verið á ferðinni án þess að ég sjáist frá kjörstað," segir Sturla sem undrast hvernig fylgi flokksins hefur verið að mælast að undanförnu. „Ef ég tala bara beint frá hjartanu þá hafa skoðanakannir ekki verið að sýna það sem ég finn hjá fólki sem ég tala við, það er langur vegur þar á milli," segir Sturla og tekur dæmi um hversu vel gekk að safna undirskriftum. „Ég var ekki nema sex tíma að ná í einhverjar 440 undirskriftir í mínu kjördæmi." „Eina almennilega skoðanakönnunin fer hinsvegar fram í dag og í kvöld, það er það sem skiptir máli."
Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira