Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið 2. apríl 2009 19:05 Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira