Viðskipti innlent

Hlutabréf Straums hrynja í verði

William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni fjárfestingabankans.
William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni fjárfestingabankans.

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið um rúm 25 prósent það sem af er dags og stendur gengi bréfa í fjárfestingabankanum í 1,07 krónum á hlut.

Viðskipti með hlutabréf félagsins eru 62 talsins, margfalt á við það sem venjulega gerist, upp á 65,3 milljónir króna.

Gengi bréfa bankans stóð í 1,43 við upphaf dags og fór til skamms tíma undir krónu á hlut í morgun.

Bréf Straums voru á meðal þeirra sem Fjármálaeftirlitið stöðvaði í níu vikur eftir bankahrunið í október. Eftir að ríkið tók bankana yfir hófust viðskipti með bréf Straums og Existu á ný. Exista er farið af markaði.

Þegar viðskipti hófust á ný með bréf Straums 9. desember síðastliðinn stóð það í tæpum þremur krónum á hlut. Gengi hefur þessu samkvæmt hrunið um 63 prósent á einum mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×