Royal Unibrew býr sig undir það versta í Lettlandi 14. júní 2009 08:55 Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira