Vilja minnka vægi dollars í alþjóðagaldeyriskerfinu 26. mars 2009 12:23 Ráðamenn í ýmsum helstu nýmarkaðshagkerfum heims kalla nú eftir breytingum á alþjóðagjaldeyriskerfinu sem miða að því að minnka vægi Bandaríkjadollars sem helstu forðamyntar heims. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að Rússar áformi að leggja til á fundi G20 ríkjanna, 20 helstu iðnríkja heims, að ný forðamynt verði búin til sem ekki tengist tilteknu landi. Yfirvöld í Kína hafa tekið í svipaðan streng og viðrað hugmyndir um að innanhússmynteining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), SDR, fái aukið vægi sem forðamynt. SDR er raunar ekki fullburða mynt, heldur eins konar ávísun á myntkörfu helstu gjaldmiðla heims sem aðildarríki sjóðsins fá úthlutað í samræmi við kvóta sína hjá honum. Ýmsir telja þó að hægt væri að skapa SDR traustari grundvöll sem raunveruleg mynt með samstilltu átaki aðildarríkja AGS. Verður fróðlegt að fylgjast með hversu mikið brautargengi hugmyndir Rússa og Kínverja fá á G20 fundinum sem hefst 2. apríl næstkomandi í London. Breytingar á stöðu dollarans sem forðamyntar gætu haft veruleg áhrif á gengi hans. Nálega tveir þriðjuhlutar gjaldeyrisforða ríkja heims eru geymdir í dollaraeignum og ber dollarinn höfuð og herðar yfir evruna að þessu leyti, en ríflega fjórðungur gjaldeyrisforða heimsins er geymdur í evrum. Til að mynda nam dollaraeign Kínverja einna u.þ.b. 739 milljörðum dollara í lok janúar síðastliðins, eða sem samsvarar rúmum 5% af landsframleiðslu Bandaríkjanna í fyrra. Í ljósi mikillar skuldasöfnunar Bandaríkjanna undanfarin ár og þess hversu grátt kreppan leikur nú landið telja ýmsir að þessi sérstaða dollarans sé óheppileg fyrir alþjóða fjármálakerfið. Raunar má segja að staða Bandaríkjadollara sem helstu forðamyntar heims hafi reynst Bandaríkjamönnum blendin blessun, því þeim hefur reynst auðveldara en ella að safna miklum skuldum vegna þess hversu fús stór nýmarkaðsríki og önnur lönd með afgang af utanríkisviðskiptum hafa verið til að kaupa skuldabréf þeirra fyrir gjaldeyrisforða sinn. Hins vegar má segja að seðlabankar stærstu nýmarkaðsríkjanna séu í ákveðinni sjálfheldu með dollaraeignir sínar þar sem umfangsmikil sala þeirra á mörkuðum, og gengisfall dollarans í kjölfarið, rýrna til muna þann gjaldeyrisforða sem eftir stæði. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ráðamenn í ýmsum helstu nýmarkaðshagkerfum heims kalla nú eftir breytingum á alþjóðagjaldeyriskerfinu sem miða að því að minnka vægi Bandaríkjadollars sem helstu forðamyntar heims. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að Rússar áformi að leggja til á fundi G20 ríkjanna, 20 helstu iðnríkja heims, að ný forðamynt verði búin til sem ekki tengist tilteknu landi. Yfirvöld í Kína hafa tekið í svipaðan streng og viðrað hugmyndir um að innanhússmynteining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), SDR, fái aukið vægi sem forðamynt. SDR er raunar ekki fullburða mynt, heldur eins konar ávísun á myntkörfu helstu gjaldmiðla heims sem aðildarríki sjóðsins fá úthlutað í samræmi við kvóta sína hjá honum. Ýmsir telja þó að hægt væri að skapa SDR traustari grundvöll sem raunveruleg mynt með samstilltu átaki aðildarríkja AGS. Verður fróðlegt að fylgjast með hversu mikið brautargengi hugmyndir Rússa og Kínverja fá á G20 fundinum sem hefst 2. apríl næstkomandi í London. Breytingar á stöðu dollarans sem forðamyntar gætu haft veruleg áhrif á gengi hans. Nálega tveir þriðjuhlutar gjaldeyrisforða ríkja heims eru geymdir í dollaraeignum og ber dollarinn höfuð og herðar yfir evruna að þessu leyti, en ríflega fjórðungur gjaldeyrisforða heimsins er geymdur í evrum. Til að mynda nam dollaraeign Kínverja einna u.þ.b. 739 milljörðum dollara í lok janúar síðastliðins, eða sem samsvarar rúmum 5% af landsframleiðslu Bandaríkjanna í fyrra. Í ljósi mikillar skuldasöfnunar Bandaríkjanna undanfarin ár og þess hversu grátt kreppan leikur nú landið telja ýmsir að þessi sérstaða dollarans sé óheppileg fyrir alþjóða fjármálakerfið. Raunar má segja að staða Bandaríkjadollara sem helstu forðamyntar heims hafi reynst Bandaríkjamönnum blendin blessun, því þeim hefur reynst auðveldara en ella að safna miklum skuldum vegna þess hversu fús stór nýmarkaðsríki og önnur lönd með afgang af utanríkisviðskiptum hafa verið til að kaupa skuldabréf þeirra fyrir gjaldeyrisforða sinn. Hins vegar má segja að seðlabankar stærstu nýmarkaðsríkjanna séu í ákveðinni sjálfheldu með dollaraeignir sínar þar sem umfangsmikil sala þeirra á mörkuðum, og gengisfall dollarans í kjölfarið, rýrna til muna þann gjaldeyrisforða sem eftir stæði.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira