Heimurinn er að losna undan taki kreppunnar 9. júlí 2009 11:15 Samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins (AGS) er kreppan nú að losa um tak sitt á alheimshagkerfinu og bati, þó veikur sé, er í sjónmáli. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að spá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins gerir ráð fyrir að hagkerfið á heimsvísu dragist saman um 1,4% á þessu ári, sem er í samræmi við fyrri spár sjóðsins. Spáin fyrir næsta ár hefur hins vegar verið uppfærð og gerir sjóðurinn nú ráð fyrir 2,5% hagvexti árið 2010, en í fyrri spá frá því í apríl var gert ráð fyrir innan við 2% vexti. Mestu munar þar um að sjóðurinn metur horfurnar nú mun skárri framundan í tveimur af stærstu hagkerfum heimsins, Bandaríkjunum og Japan. AGS spáir nú að hagvöxtur verði 0,8% í Bandaríkjunum árið 2010 eftir að hafa dregist saman um 2,6% á þessu ári. Þá gerir spáin ráð fyrir að japanska hagkerfið dragist saman um 6% á þessu ári en vaxti svo um 1,7% á næsta ári. Þetta eru mun bjartari spár en sáust fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan. Auk þessa hækkaði AGS spár sínar fyrir hagvöxt í ýmsum af stærstu nýmarkaðsríkjunum á næsta ári. Oliver Blanchard aðalhagfræðingur AGS sagði í gær, þegar spáin var kynnt, að öflin sem væru að draga alheimshagkerfið niður væru nú orðin veikari en áður en hinsvegar væru öflin sem draga hagkerfið upp á við ennþá afar veik. Batinn framundan verður því hægur en mestu munar þó um að batinn sé vissulega í sjónmáli. Sjóðurinn varar hinsvegar við að kreppan sé enn ekki að baki þrátt fyrir að erfiðasti hjallinn væri búinn, enda eru fjármálafyrirtæki ennþá veik og aðgengi að lánsfé skert. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins (AGS) er kreppan nú að losa um tak sitt á alheimshagkerfinu og bati, þó veikur sé, er í sjónmáli. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að spá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins gerir ráð fyrir að hagkerfið á heimsvísu dragist saman um 1,4% á þessu ári, sem er í samræmi við fyrri spár sjóðsins. Spáin fyrir næsta ár hefur hins vegar verið uppfærð og gerir sjóðurinn nú ráð fyrir 2,5% hagvexti árið 2010, en í fyrri spá frá því í apríl var gert ráð fyrir innan við 2% vexti. Mestu munar þar um að sjóðurinn metur horfurnar nú mun skárri framundan í tveimur af stærstu hagkerfum heimsins, Bandaríkjunum og Japan. AGS spáir nú að hagvöxtur verði 0,8% í Bandaríkjunum árið 2010 eftir að hafa dregist saman um 2,6% á þessu ári. Þá gerir spáin ráð fyrir að japanska hagkerfið dragist saman um 6% á þessu ári en vaxti svo um 1,7% á næsta ári. Þetta eru mun bjartari spár en sáust fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan. Auk þessa hækkaði AGS spár sínar fyrir hagvöxt í ýmsum af stærstu nýmarkaðsríkjunum á næsta ári. Oliver Blanchard aðalhagfræðingur AGS sagði í gær, þegar spáin var kynnt, að öflin sem væru að draga alheimshagkerfið niður væru nú orðin veikari en áður en hinsvegar væru öflin sem draga hagkerfið upp á við ennþá afar veik. Batinn framundan verður því hægur en mestu munar þó um að batinn sé vissulega í sjónmáli. Sjóðurinn varar hinsvegar við að kreppan sé enn ekki að baki þrátt fyrir að erfiðasti hjallinn væri búinn, enda eru fjármálafyrirtæki ennþá veik og aðgengi að lánsfé skert.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira