Erlent

Kólumbískur Fritzl átti átta börn með dóttur sinni

Málið minnir óneitanlega á mál Josef Fritzl.
Málið minnir óneitanlega á mál Josef Fritzl.

Kólumbískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðslega mistnotkun á dóttur sinni frá unga aldri en hann hefur átt með henni átta börn. Maðurinn hefur neitað sök og segir dótturina ekki vera líffræðilega skylda sér, þau hafi elskað hvort annað.

Arcebio Alvarez, 58 ára, misnotaði dóttur sína frá tíu ára aldri en maðurinn ól stelpuna upp eftir að móðir hennar lést en dóttirin er 35 ára gömul í dag.

Hann eignaðist þrjá drengi og fimm stúlkur með henni, en börnin eru á aldrinum eins árs upp í nítján ára. Börnin hafa öll verið flutt af heimili mannsins og eru nú í umsjá yfirvalda.

Dóttirin segir að móðir hennar hafi látist þegar hún var fimm ára gömul og eftir það hafi hún verið upp á náð og miskun föðurins komin. Hann byrjaði að misnota hana fimm árum síðar, en það var prestur sem hvatti hana til þess að segja frá þessu nýlega.

„Ég tók þessa ákvörðun út frá vilja Guðs, þökk sé prestinum sem hefur beðið fyrir mér í langan tíma," sagði hún við dagblað í Kólumbíu. „Bænirnar hafa veitt mér styrk."

„Ég ættleiddi hana," sagði maðurinn fyrir rétti. „Við ákváðum að eiga í rómantísku sambandi vegna þess að við elskuðum hvort annað. En hún er ekki mitt eigið barn."

Málið minnir óneitanlega á mál Josef Fritzl sem komst í heimsfréttirnar á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×