Víða erlendis meiri samdráttur en í íslenska hagkerfinu 4. september 2009 11:11 Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Þar segir ennfremur að 16,6% samdráttur var í Eistlandi, 9% samdráttur í Slóveníu og 8,8% samdráttur í Rúmeníu. Í ESB löndunum var 4,8% samdráttur á þessu tímabili, 3,9% samdráttur í Bandaríkjunum og 6,5% samdráttur í Japan. Samdráttur í landsframleiðslu á fyrri helmingi þessa árs var 5,5% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er umtalsverður samdráttur og meiri en sést hefur hér á landi um árabil. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Tölurnar sem Hagstofan birti í morgun benda til þess að samdrátturinn í ár verði öllu minni en fyrstu hagspár ársins hljóðuðu upp á. Þannig spáði fjármálaráðuneytið því í janúar að samdrátturinn í landsframleiðslu í ár yrði 9,6% og á sama tíma spáði Seðlabankinn 9,9% samdrætti. Mikill samdráttur var kominn í bæði neyslu og fjárfestingu á seinni hluta síðastliðins árs og ólíklegt að sá samdráttur endurtaki sig í sama magni á seinni hluta þessa árs. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og líkt og áður sagði um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Líklegt er að niðurstaðan verði eitthvað í takti við nýjustu spá OECD fyrir Ísland sem spáir 7% samdrætti í ár. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Þar segir ennfremur að 16,6% samdráttur var í Eistlandi, 9% samdráttur í Slóveníu og 8,8% samdráttur í Rúmeníu. Í ESB löndunum var 4,8% samdráttur á þessu tímabili, 3,9% samdráttur í Bandaríkjunum og 6,5% samdráttur í Japan. Samdráttur í landsframleiðslu á fyrri helmingi þessa árs var 5,5% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er umtalsverður samdráttur og meiri en sést hefur hér á landi um árabil. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Tölurnar sem Hagstofan birti í morgun benda til þess að samdrátturinn í ár verði öllu minni en fyrstu hagspár ársins hljóðuðu upp á. Þannig spáði fjármálaráðuneytið því í janúar að samdrátturinn í landsframleiðslu í ár yrði 9,6% og á sama tíma spáði Seðlabankinn 9,9% samdrætti. Mikill samdráttur var kominn í bæði neyslu og fjárfestingu á seinni hluta síðastliðins árs og ólíklegt að sá samdráttur endurtaki sig í sama magni á seinni hluta þessa árs. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og líkt og áður sagði um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Líklegt er að niðurstaðan verði eitthvað í takti við nýjustu spá OECD fyrir Ísland sem spáir 7% samdrætti í ár.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira