Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði 30. júlí 2009 08:14 Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að bankar á evrusvæðinu hertu skilyrði til lántöku á öðrum ársfjórðungi, og má jafnvel búast við enn harðari kröfum fyrir fyrirtæki og heimili á yfirstandandi fjórðungi. Þetta kemur fram í frétt vefútgáfu Wall Street Journal. Síðasta árið hafa stjórnvöld og seðlabankar stutt við banka í lánsfjárkreppunni með mikilli innspýtingu fjármagns og sumum tilvikum endurfjármögnun, en þessum aðgerðum var ætlað að auka við útlángetu og vilja bankanna til þess að lána viðskiptavinum sínum fjármagn og koma þannig hjólum efnahagslífsins af stað aftur. Viðkvæmir efnahagsreikningar bankanna og áhyggjur af vanskilum hafa orðið til þess að bankarnir hafa dregið mikið úr útlánum. Greinendur telja þó mögulegt að þvinganir yfirvalda til þess að láta bankana bjóða upp á meiri og ódýrari útlán komi með tímanum í bakið á bæði yfirvöldum og bönkunum sjálfum. Þær gætu jafnvel seinkað batanum og komið niður á hlutabréfaverði bankanna ef hlutfall „slæmra" lána í lánasöfnum bankanna fari mikið vaxandi. Það setur til að mynda breska ríkið í töluverða klemmu vegna mikilla hagsmuna í tveimur stærstu bönkum landsins, Lloyds Banking Group og Royal Bank of Scotland Group. Í nýjum hagtölum frá Englandsbanka kemur fram að neytendalán hafi einungis vaxið um 414 milljónum punda í júní, en það er minnsta mánaðaaukning frá árinu 1993 eða frá því að byrjað var að halda utan þróunina. Hagfræðingar töldu að aukningin myndi nema 900 milljónum punda eða rúmlega helmingi meiri en raunin varð. Svipaða sögu er að segja um greiðslukortalán og veðlán. Ennfremur kemur fram í gögnum bankans að lán til fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja hafi dregist saman um 0,2% í mánuðinum og 1,2% það sem af er ári. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að bankar á evrusvæðinu hertu skilyrði til lántöku á öðrum ársfjórðungi, og má jafnvel búast við enn harðari kröfum fyrir fyrirtæki og heimili á yfirstandandi fjórðungi. Þetta kemur fram í frétt vefútgáfu Wall Street Journal. Síðasta árið hafa stjórnvöld og seðlabankar stutt við banka í lánsfjárkreppunni með mikilli innspýtingu fjármagns og sumum tilvikum endurfjármögnun, en þessum aðgerðum var ætlað að auka við útlángetu og vilja bankanna til þess að lána viðskiptavinum sínum fjármagn og koma þannig hjólum efnahagslífsins af stað aftur. Viðkvæmir efnahagsreikningar bankanna og áhyggjur af vanskilum hafa orðið til þess að bankarnir hafa dregið mikið úr útlánum. Greinendur telja þó mögulegt að þvinganir yfirvalda til þess að láta bankana bjóða upp á meiri og ódýrari útlán komi með tímanum í bakið á bæði yfirvöldum og bönkunum sjálfum. Þær gætu jafnvel seinkað batanum og komið niður á hlutabréfaverði bankanna ef hlutfall „slæmra" lána í lánasöfnum bankanna fari mikið vaxandi. Það setur til að mynda breska ríkið í töluverða klemmu vegna mikilla hagsmuna í tveimur stærstu bönkum landsins, Lloyds Banking Group og Royal Bank of Scotland Group. Í nýjum hagtölum frá Englandsbanka kemur fram að neytendalán hafi einungis vaxið um 414 milljónum punda í júní, en það er minnsta mánaðaaukning frá árinu 1993 eða frá því að byrjað var að halda utan þróunina. Hagfræðingar töldu að aukningin myndi nema 900 milljónum punda eða rúmlega helmingi meiri en raunin varð. Svipaða sögu er að segja um greiðslukortalán og veðlán. Ennfremur kemur fram í gögnum bankans að lán til fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja hafi dregist saman um 0,2% í mánuðinum og 1,2% það sem af er ári.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira