Viðskipti innlent

Straumur fellur um ellefu prósent

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið um ellefu prósent í morgun. Þá hefur gengi bréfa í Bakkavör lækkað um 1,58 prósent, Færeyjabanka um eitt prósent og í stoðtækjafyrirtækinu Össuri um 0,64 prósent.

Gengi bréfa í Marel Food Systems hefur eitt hækkað í dag, eða um 0,7 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur fallið um 2,14 prósent og stendur nú í 278 stigum. Nýja vísitalan stendur í mínus 2,76 prósentum, 816,7 stigum. Vísitölurnar hafa aldrei verið lægri.

Fallið hér er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag eftir gengisfall á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×