Vefur Samfylkingarinnar verstur fyrir sjón- og heyrnaskerta 24. apríl 2009 15:41 Vefur Samfylkingarinnar er verstur af öllum vefjum stjórnmálaflokkanna. Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006. Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006.
Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira