Íslendingar erlendis: Rúrik skaut OB á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2009 11:00 Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira