Viðskipti innlent

Gengi Marel Food Systems hækkar mest í byrjun dags

Úr framleiðslusal Marel Food Systems.
Úr framleiðslusal Marel Food Systems.

Gengi hlutabréfa Marel Food Systems hefur hækkað um 1,28 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er eina hreyfing dagsins.

Þrenn viðskipti upp á tæpa eina milljón krónur skýra hækkunina.

Önnur hreyfing er ekki á hlutabréfamarkaði ef frá eru skilin tvenn viðskipti með bréf Færeyjabanka upp á 9,6 milljónir danskra króna, jafnvirði um 226 milljóna íslenskra.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,9 prósent og stendur hún í 267 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×