Karlar ráða lögum og lofum í atvinnulífinu á Norðurlöndum 18. nóvember 2009 09:25 Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi.Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi í norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðum eru kortlagðar og bornar saman.Tuttugu fræðimenn hafa rannsakað þróunina á undanförnum 15 árum og lagt mat á aðgerðir sem gripið hefur verið til í jafnréttismálum. Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Niðurstöðurnar verða kynntar á ráðstefnu í Reykjavík dagana 18.-19. nóvember.Ef miðað er við að kynjajafnvægi sé náð með 40-60% þátttöku hvors kyns má segja að það hafi tekist á þjóðþingum Finnlands, Íslands og Svíþjóðar. Í Danmörku og í Noregi er hlutur kvenna tæplega 40%.Fjöldi þingkvenna hefur aukist frá miðjum 10. áratug síðustu aldar í öllum ríkjunum nema Noregi en þar er fjöldi þeirra svipaður og áður, segir Kirsti Niskanen, rannsóknarstjóri hjá NIKK. Í Danmörku hefur hlutur kvenna aukist hægt, í Finnlandi og Svíþjóð nokkuð hraðar en á Íslandi tók hann greinilegan kipp úr 25 í 43 af hundraði.Í Noregi og Svíþjóð er stjórnmálaflokkum frjálst að setja kynjakvóta á framboðslista og hafa þeir haft í för með sér að konum hefur fjölgað í stjórnmálum. Í Finnlandi eru persónukosningar, en fólk hefur verið hvatt til að kjósa konur og hefur það skilað góðum árangri.Í norrænum ríkisstjórnum er tiltölulega jafnt hlutfall kynja. Aðeins í Finnlandi eru konur í meirihluta í ríkisstjórn (60% konur og 40% karlar) en í Noregi og á Íslandi eru jafn margar konur og karlar í ráðherrasætum. Í sænsku og dönsku ríkisstjórnunum eru rúmlega 40% konur.Enn er þó áberandi að konur og karlar beita sér á ólíkum sviðum stjórnmálanna, þrátt fyrir að dæmi séu um að konur hafi haslað sér völl á hefðbundnum karlasviðum eins og fjármálum, utanríkis- og varnarmálum á undanförnum 15 árum.Mestur árangur hefur náðst í áberandi embættum þar sem fylgst er vel með. Í sveitarstjórnum er ekki lögð jafn mikil áhersla á jafnréttismál og því er hlutur kvenna þar rýrari en í landsmálapólitíkinni. Aðeins í Svíþjóð má segja að náðst hafi kynjajafnvægi í sveitarstjórnum en þar eru konur 42% fulltrúa. Finnar, Íslendingar og Norðmenn nálgast 40%-mörkin en aðeins fjórði hver fulltrúi í dönskum sveitarstjórnum er kona.Ef við skoðum stjórnir sveitarfélaganna er útkoman enn verri, segir Kirsti Niskanen. Í Danmörku eru aðeins 7% borgarstjóra konur. Hlutur finnskra og íslenskra kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist um 10 af hundraði frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar, úr 20% í 27% en á sama tíma hefur konum aðeins fjölgað úr 16% í 23% í Noregi. Í Svíþjóð hefur hlutur kvenna verið um 30 % síðan um miðjan tíunda áratuginn.Í atvinnulífi hefur ekki orðið vart við sams konar breytingar og í stjórnmálunum. Fræðimennirnir báru saman valdakerfi í fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöll og ríkisfyrirtækjum og komust að því að atvinnulífið er enn sem fyrr vígi karla með örfáum undantekningum. Hlutur kvenna í stjórnum einkafyrirtækja á Norðurlöndum er á bilinu 7-36%. Kynjajafnvægi er meira hjá ríkisfyrirtækjum þar sem þau lúta yfirleitt ákvæðum jafnréttislaga um jafnan hlut kynjanna.Noregur sker sig greinilega úr en þar hafa verið settir kynjakvótar á stjórnir fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni. Kvótarnir fela í sér að í stjórnum fyrirtækja eiga að vera að minnsta kosti 40% konur og karlar. Fjöldi kvenna í stjórnum allra fyrirtækja í kauphöllinni í Ósló (bæði norskra og erlendra fyrirtækja) hefur því aukist að meðaltali úr 9% í 2004 í 26% á árinu 2009.Í Svíþjóð hefur konum fjölgað úr 4% um síðustu aldamót í 19%. Fjölgunina í Svíþjóð má skýra með umræðu sem leiddi til þess að kauphöllin setti reglur sem kveða á um jöfn hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Í hinum löndunum hafa slíkar breytingar ekki verið gerðar.Þó eru næstum eingöngu karlar í stjórnum einkafyrirtækja, jafnvel í þeim löndum þar sem hlutur kvenna hefur almennt aukist. Háttsettar konur er einkum að finna í fjármála- og fyrirtækjaþjónustu og heilbrigðisþjónustu.Í sænskum fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllinni er hlutur kvenna meiri í stjórnum fyrirtækja með hátt gildi verðbréfa en minni hjá fyrirtækjum þar sem gildi verðbréfa er lægra. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi.Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi í norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðum eru kortlagðar og bornar saman.Tuttugu fræðimenn hafa rannsakað þróunina á undanförnum 15 árum og lagt mat á aðgerðir sem gripið hefur verið til í jafnréttismálum. Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Niðurstöðurnar verða kynntar á ráðstefnu í Reykjavík dagana 18.-19. nóvember.Ef miðað er við að kynjajafnvægi sé náð með 40-60% þátttöku hvors kyns má segja að það hafi tekist á þjóðþingum Finnlands, Íslands og Svíþjóðar. Í Danmörku og í Noregi er hlutur kvenna tæplega 40%.Fjöldi þingkvenna hefur aukist frá miðjum 10. áratug síðustu aldar í öllum ríkjunum nema Noregi en þar er fjöldi þeirra svipaður og áður, segir Kirsti Niskanen, rannsóknarstjóri hjá NIKK. Í Danmörku hefur hlutur kvenna aukist hægt, í Finnlandi og Svíþjóð nokkuð hraðar en á Íslandi tók hann greinilegan kipp úr 25 í 43 af hundraði.Í Noregi og Svíþjóð er stjórnmálaflokkum frjálst að setja kynjakvóta á framboðslista og hafa þeir haft í för með sér að konum hefur fjölgað í stjórnmálum. Í Finnlandi eru persónukosningar, en fólk hefur verið hvatt til að kjósa konur og hefur það skilað góðum árangri.Í norrænum ríkisstjórnum er tiltölulega jafnt hlutfall kynja. Aðeins í Finnlandi eru konur í meirihluta í ríkisstjórn (60% konur og 40% karlar) en í Noregi og á Íslandi eru jafn margar konur og karlar í ráðherrasætum. Í sænsku og dönsku ríkisstjórnunum eru rúmlega 40% konur.Enn er þó áberandi að konur og karlar beita sér á ólíkum sviðum stjórnmálanna, þrátt fyrir að dæmi séu um að konur hafi haslað sér völl á hefðbundnum karlasviðum eins og fjármálum, utanríkis- og varnarmálum á undanförnum 15 árum.Mestur árangur hefur náðst í áberandi embættum þar sem fylgst er vel með. Í sveitarstjórnum er ekki lögð jafn mikil áhersla á jafnréttismál og því er hlutur kvenna þar rýrari en í landsmálapólitíkinni. Aðeins í Svíþjóð má segja að náðst hafi kynjajafnvægi í sveitarstjórnum en þar eru konur 42% fulltrúa. Finnar, Íslendingar og Norðmenn nálgast 40%-mörkin en aðeins fjórði hver fulltrúi í dönskum sveitarstjórnum er kona.Ef við skoðum stjórnir sveitarfélaganna er útkoman enn verri, segir Kirsti Niskanen. Í Danmörku eru aðeins 7% borgarstjóra konur. Hlutur finnskra og íslenskra kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist um 10 af hundraði frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar, úr 20% í 27% en á sama tíma hefur konum aðeins fjölgað úr 16% í 23% í Noregi. Í Svíþjóð hefur hlutur kvenna verið um 30 % síðan um miðjan tíunda áratuginn.Í atvinnulífi hefur ekki orðið vart við sams konar breytingar og í stjórnmálunum. Fræðimennirnir báru saman valdakerfi í fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöll og ríkisfyrirtækjum og komust að því að atvinnulífið er enn sem fyrr vígi karla með örfáum undantekningum. Hlutur kvenna í stjórnum einkafyrirtækja á Norðurlöndum er á bilinu 7-36%. Kynjajafnvægi er meira hjá ríkisfyrirtækjum þar sem þau lúta yfirleitt ákvæðum jafnréttislaga um jafnan hlut kynjanna.Noregur sker sig greinilega úr en þar hafa verið settir kynjakvótar á stjórnir fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni. Kvótarnir fela í sér að í stjórnum fyrirtækja eiga að vera að minnsta kosti 40% konur og karlar. Fjöldi kvenna í stjórnum allra fyrirtækja í kauphöllinni í Ósló (bæði norskra og erlendra fyrirtækja) hefur því aukist að meðaltali úr 9% í 2004 í 26% á árinu 2009.Í Svíþjóð hefur konum fjölgað úr 4% um síðustu aldamót í 19%. Fjölgunina í Svíþjóð má skýra með umræðu sem leiddi til þess að kauphöllin setti reglur sem kveða á um jöfn hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Í hinum löndunum hafa slíkar breytingar ekki verið gerðar.Þó eru næstum eingöngu karlar í stjórnum einkafyrirtækja, jafnvel í þeim löndum þar sem hlutur kvenna hefur almennt aukist. Háttsettar konur er einkum að finna í fjármála- og fyrirtækjaþjónustu og heilbrigðisþjónustu.Í sænskum fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllinni er hlutur kvenna meiri í stjórnum fyrirtækja með hátt gildi verðbréfa en minni hjá fyrirtækjum þar sem gildi verðbréfa er lægra.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira