Erlent

„Madeleine er dáin“

MYND/AP
Dómstóll í Portúgal hefur sett lögbann á bók sem fyrrverandi lögreglumaður þar í landi hefur skrifað um mál Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi árið 2007. Maðurinn, Goncalo Amaral tók þátt í rannsókn málsins á sínum tíma og staðhæfir hann að Maddý sé dáin og að hann leggi engan trúnað á sögu foreldra hennar sem halda því fram að þau hafi verið að borða á veitingastað í nágrenninu þegar stúlkan hvarf.

Amaral var vikið frá rannsókn málsins í kjölfar þess að hann gagnrýndi bresku lögregluna. Það voru foreldrarnir sem kröfðust þess að bókin, sem heitir „Sannleikur lyginnar," yrði bönnuð. Þau eru að sögn talsmanns himinlifandi að dómarinn hafi komist að þessari niðurstöðu.

Lögbannsdómurinn hefur það í för með sér að Amaral þarf að sjá til þess að öll óseld eintök bókarinnar, sem þegar er komin út, verði fjarlægð úr hillum bókaverslana.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×