Fótbolti

Laporta gagnrýnir kaup Real Madrid á Kaka

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joan Laporta.
Joan Laporta. Nordic photos/Getty images

Joan Laporta, forseti Barcelona, gagnrýnir harðlega metkaup erkifjendanna í Real Madrid á Brasilíumanninum Kaka á 59 milljónir punda. Hann segir verðlagið út úr korti glórulaust og verði bara til þess að sprengja markaðinn upp á þessum síðustu og verstu tímum í fjármálaheiminum.

„Verðmiðinn sem Real Madrid borgaði er hlægilegur og ekki í samræmi við það sem hefur verið að gerast á leikmannamarkaðnum. Þessi kaup gætu orðið til þess að sprengja markaðinn aftur upp," segir forsetinn sem ætlar ekki að feta í fótspor forráðamanna Real Madrid.

„Við þurfum ekki að gera svo miklar breytingar. Við þurfum bara að halda áfram á sömu braut og ég er alveg rólegur," segir Laporta en Börsungar unnu sem kunnugt er þrefalt á síðustu leiktið. Unnu deild og bikar á Spáni og svo Meistaradeildina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×