Útlendingar mjólka danska skattkerfið 23. september 2009 09:54 Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Ferðafrádráttur upp allt á 100.000 kr. danskar, eða 2,4 milljónir kr., barnabætur löng eftir heimkomuna og flótti til útlanda ef skattaskuld stendur eftir. Þannig hljómar neyðaróp í átta síðna bréfi sem blaðinu Börsen hefur borist, að því er virðist frá fjölda af örvæntingarfullum starfsmönnum dönsku skattstofunnar. Börsen hefur ekki tekist að upplýsa hverjir standi að baki bréfinu en skattasérfræðingur sem blaðið ráðfærði sig við segir að það geti aðeins komið af skrifstofum skattsins m.v. þær upplýsingar sem koma fram í því. Þær upplýsingar eru sláandi að mati Börsen en skattamisnotkunin er einkum bundin við starfsfólk frá austurhluta Evrópu. Samkvæmt bréfinu getur pólskur verkamaður fengið 12.000 danskrar kr., eða 290 þúsund kr., í barnabætur fyrir hvert af börnum sínum sem búa í Póllandi. Hann getur einnig fengið tvöfaldan persónufrádrátt eða 86.000 danskra kr. (rúmar 2 milljónir kr.) við að yfirfæra frádrátt fyrir eiginkonu sína þótt hún sé enn búsett í Póllandi. Samkvæmt fréttinni í Börsen þýða þessir skattafrádrættir og ýmsir fleiri sem tilgreindir eru í bréfinu að í raun borgi fjölmargir útlendingar sem vinna í Danmörku engan skatt þar í landi. Fari svo að þeir séu í þeim hóp sem borgar skatta, og skuldi þá, er einfalt að flytja aftur frá Danmörku og þar með frá skuldinni því skatturinn á nær enga möguleika að innheimta hana í því tilviki. Aðstoðarforstjóri Skat Udland, Ove Fournaise, segir í samtali við Börsen að innheimta á sköttum sem útlendingum ber að borga sé forgangsatriði hjá embætti hans. Hinsvegar viðurkennir hann að stjórn á slíku sé erfið. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ríkissjóður Danmerkur er hreint sjálfsafgreiðslu hlaðborð fyrir hátt í 50.000 útlendinga sem vinna í landinu. Og það eru í raun engir möguleikar á að hafa stjórn á því. Ferðafrádráttur upp allt á 100.000 kr. danskar, eða 2,4 milljónir kr., barnabætur löng eftir heimkomuna og flótti til útlanda ef skattaskuld stendur eftir. Þannig hljómar neyðaróp í átta síðna bréfi sem blaðinu Börsen hefur borist, að því er virðist frá fjölda af örvæntingarfullum starfsmönnum dönsku skattstofunnar. Börsen hefur ekki tekist að upplýsa hverjir standi að baki bréfinu en skattasérfræðingur sem blaðið ráðfærði sig við segir að það geti aðeins komið af skrifstofum skattsins m.v. þær upplýsingar sem koma fram í því. Þær upplýsingar eru sláandi að mati Börsen en skattamisnotkunin er einkum bundin við starfsfólk frá austurhluta Evrópu. Samkvæmt bréfinu getur pólskur verkamaður fengið 12.000 danskrar kr., eða 290 þúsund kr., í barnabætur fyrir hvert af börnum sínum sem búa í Póllandi. Hann getur einnig fengið tvöfaldan persónufrádrátt eða 86.000 danskra kr. (rúmar 2 milljónir kr.) við að yfirfæra frádrátt fyrir eiginkonu sína þótt hún sé enn búsett í Póllandi. Samkvæmt fréttinni í Börsen þýða þessir skattafrádrættir og ýmsir fleiri sem tilgreindir eru í bréfinu að í raun borgi fjölmargir útlendingar sem vinna í Danmörku engan skatt þar í landi. Fari svo að þeir séu í þeim hóp sem borgar skatta, og skuldi þá, er einfalt að flytja aftur frá Danmörku og þar með frá skuldinni því skatturinn á nær enga möguleika að innheimta hana í því tilviki. Aðstoðarforstjóri Skat Udland, Ove Fournaise, segir í samtali við Börsen að innheimta á sköttum sem útlendingum ber að borga sé forgangsatriði hjá embætti hans. Hinsvegar viðurkennir hann að stjórn á slíku sé erfið.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira