Ár fokdýrra björgunaraðgerða 30. desember 2009 05:00 Leiðtogar tuttugu stærstu iðnríkja heims hittust í annað sinn í London í apríl til að leita leiða út úr kreppunni. Á þeim fundi komu þeir sér saman um aðgerðir sem eiga að örva efnahagslífið. nordicphotos/AFP Árið 2009 einkenndist öðru fremur af erfiðri glímu við heimskreppuna miklu. Fyrstu raunverulegu batamerkin sáust kannski í ágúst þegar Frakkland, Þýskaland og Japan skriðu út úr samdráttarskeiði og gátu státað af svolitlum hagvexti. Aðgerðir til að örva efnahagslífið hafa verið forgangsmál hjá flestum ríkjum, sem dælt hafa ómældu magni af peningum úr sjóðum sínum til að halda fyrirtækjum á floti. Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Englands, Kanada og Evrópusambandsins hafa mestallt árið verið með stýrivexti í lágmarki, eða á bilinu 0,25 til 1 prósent. Í Bandaríkjunum tók Barack Obama við embætti forseta þann 20. janúar og ítrekaði við það tækifæri það sem hann hafði boðað í kosningabaráttunni, að eitt helsta forgangsverkefni sitt innanlands verði að reisa efnahaginn við. Fáeinum vikum síðar afgreiddi Bandaríkjaþing björgunarpakka forsetans, sem fólst í því að dæla nærri 800 milljörðum dala í efnahagslífið, meðal annars með skattalækkunum og auknum velferðarútgjöldum. Með þessu átti að koma efnahagslífinu af stað á ný, í þeirri von að það skríði smám saman upp úr kreppulægðinni. LeiðtogafundirBernard Madoff Sjötugi fjárglæframaðurinn hlaut þungan dóm fyrir svikamyllu sína, sem kostaði þúsundir manna stórfé.nordicphotos/AFPLeiðtogar tuttugu stærstu efnahagsvelda heims, G20-ríkjanna, hafa komið saman reglulega síðan kreppan hófst til að leita lausna og stilla saman strengi sína. Fyrsti fundur þeirra var í Washington í nóvember 2008, síðan hittust þeir í apríl síðastliðnum í London og loks Pittsburgh í Bandaríkjunum í september. Næsti fundur er á dagskrá í Kanada í júní. Á nóvemberfundinum í nóvember 2008 voru fyrstu skrefin tekin, en á aprílfundinum komu þeir sér saman um 1.100 milljarða dala fjárveitingu til verkefna, sem eiga að styrkja alþjóðleg viðskipti og örva efnahagslífið. Ágreiningur var nokkur, eins og við mátti búast. Bandaríkjamenn og Bretar hefðu viljað ganga lengra í fjáraustri, en Frakkar og Þjóðverjar hefðu viljað setja enn strangari reglur um alþjóðleg viðskipti og fjármálastarfsemi. Á septemberfundinum var ákveðið að G20 hópurinn taki við af átta ríkja hópnum G8, sem fær veigaminna hlutverk og einbeitir sér að öryggismálum. G20-ríkin verða þá eins konar fastaráð alþjóðlegrar efnahagssamvinnu. Eitt helsta markmið þessa leiðtogaráðs verður að koma í veg fyrir að annað eins hrun geti orðið í framtíðinni eins og reið yfir efnahagslífið haustið 2008. „Ég held að við áttum okkur öll á því að við verðum að grípa til aðgerða áður en fennir yfir minni okkar um kreppuna og áður en hvatinn til umbóta dofnar,“ sagði Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. BílaiðnaðurinnAlmenn reiði Almenningur víðs vegar um heim hefur notað hvert tækifæri til að mótmæla misvitrum fjármálaspekingum.nordicphotos/AFPAðgerðir stjórnvalda hafa þó engan veginn komið í veg fyrir gjaldþrot jafnvel nokkurra stærstu fyrirtækja heims og erfiðleika sem þeim hafa fylgt. Í byrjun júní óskaði GM, stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta taldist fjórða stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, en stærsta gjaldþrot iðnfyrirtækis þar vestra. Rúmum mánuði síðar reis úr rústum fyrirtækisins nýtt og endurskipulagt fyrirtæki, að mestu í ríkiseigu, en töluvert minna en gamla fyrirtækið, sem tók með sér stærstu skuldirnar upp á von og óvon. Heimskreppan hefur reyndar bitnað sérlega hart á bílaiðnaðinum, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víðast hvar þar sem bifreiðar eru búnar til. Í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu hafa stjórnvöld beðið átekta en skoðað vandlega hvort grípa þurfi inn í bílaiðnaðinn með veglegri ríkisaðstoð. Í Svíþjóð komu stjórnvöld Saab-verksmiðjunum til bjargar í febrúar, en þar vinna 140 þúsund manns. Saab er reyndar í eigu GM, sem ætlar sér að selja þetta sænska dótturfyrirtæki sitt til þess að bjarga eigin starfsemi. Í nóvember tóku svo Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari sameiginlega ákvörðun um að koma bílaiðnaðinum í þessum tveimur löndum til bjargar. Gjaldþrot AIGtekinn á beinið Liddy, framkvæmdastjóri tryggingafyrirtækisins AIG, var kallaður fyrir bandaríska þingnefnd í maí og krafinn svara um gjaldþrotið.nordicphotos/AFPGjaldþrot fyrirtækja náðu líklega hámarki víðast hvar í kreppulöndunum á árinu sem er að líða. Í Bretlandi, til dæmis, urðu nærri tíu þúsund fyrirtæki gjaldþrota á fyrri helmingi ársins, sem er meira en nokkru sinni hefur þekkst þar í landi, en aðeins var byrjað að draga úr gjaldþrotum á þriðja ársfjórðungi. Í mars vakti bandaríska tryggingafyrirtækið AIG, sem til skamms tíma var stærsta tryggingafyrirtæki heims, gríðarlega hneykslun þegar tilkynnt var að framkvæmdastjórar í fjármáladeild fyrirtækisins, ættu að fá samtals 165 milljarða dala í kaupaukagreiðslur. Í byrjun mars höfðu bandarísk stjórnvöld skýrt frá því að AIG myndi fá 30 milljarða dala í fjárhagsaðstoð frá ríkinu, til viðbótar við þá 150 milljarða dala sem fyrirtækið hafði þegar fengið. Daginn eftir skýrði fyrirtækið svo frá því, að tap þess á fjórða ársfjórðungi næmi 62 milljörðum dala, sem var stærsta ársfjórðungstap sögunnar til þess tíma. OfurbónusÍ ljósi þessa þóttu kaupaukarnir til framkvæmdastjóranna, sem stærsta ábyrgð báru á ófarnaði fyrirtækisins, ótrúleg ósvífni. Þingmenn brugðust ókvæða við og Ben Bernanke seðlabankastjóri sagðist hafa orðið ævareiður: „Ég skellti símanum nokkrum sinnum á þegar ég var að ræða AIG,“ sagði seðlabankastjórinn. Barack Obama krafðist þess að framkvæmdastjórarnir endurgreiddu kaupaukana. Aðeins hluti þeirra hefur orðið við því. Bandaríkjaþing samþykkti lög um 90 prósent skatta á kaupauka í fyrirtækjum sem þegið hafa meira en fimm milljarða dala í ríkisaðstoð. Framkvæmdastjórar slíkra fyrirtækja hafa sumir brugðist við með því að ráða sig til annarra fyrirtækja, þar sem þeir sleppa við slíkan skatt. Ofurkaupaukar framkvæmdastjóra hafa einnig verið til umræðu í Evrópulöndum, þar sem ekki síst Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur lagt mikla áherslu á að setja strangar reglur um kaupaukagreiðslur. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tóku í sama streng og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem krafist var gegnsæis í fyrirtækjarekstri og strangari reglna um kaupauka fyrir G20-fundinn í september. Madoff dæmdurEinn helsti skúrkur kreppunnar, Bernard Madoff, hlaut makleg málagjöld í júní þegar dómur féll í máli hans. Hann hafði haft nærri 65 milljarða dala af þúsundum manna í Bandaríkjunum og var fyrir vikið dæmdur í samtals 150 ára fangelsi, sem er þyngsti dómur sem lög leyfðu. Hann á enga möguleika á náðun, sem þýðir í reynd að um ævilangt fangelsi er að ræða. Madoff hafði játað sekt sína í mars og sagðist þá hafa byrjað svikastarfsemi sína strax árið 1991. Svikamyllan gekk út á að hann tók við peningum af fjárfestum, en í staðinn fyrir að ávaxta féð greiddi hann þeim arð með peningum sem aðrir fjárfestar létu hann hafa, en spilaborgin hrundi þegar kreppan reið yfir haustið 2008. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Árið 2009 einkenndist öðru fremur af erfiðri glímu við heimskreppuna miklu. Fyrstu raunverulegu batamerkin sáust kannski í ágúst þegar Frakkland, Þýskaland og Japan skriðu út úr samdráttarskeiði og gátu státað af svolitlum hagvexti. Aðgerðir til að örva efnahagslífið hafa verið forgangsmál hjá flestum ríkjum, sem dælt hafa ómældu magni af peningum úr sjóðum sínum til að halda fyrirtækjum á floti. Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Englands, Kanada og Evrópusambandsins hafa mestallt árið verið með stýrivexti í lágmarki, eða á bilinu 0,25 til 1 prósent. Í Bandaríkjunum tók Barack Obama við embætti forseta þann 20. janúar og ítrekaði við það tækifæri það sem hann hafði boðað í kosningabaráttunni, að eitt helsta forgangsverkefni sitt innanlands verði að reisa efnahaginn við. Fáeinum vikum síðar afgreiddi Bandaríkjaþing björgunarpakka forsetans, sem fólst í því að dæla nærri 800 milljörðum dala í efnahagslífið, meðal annars með skattalækkunum og auknum velferðarútgjöldum. Með þessu átti að koma efnahagslífinu af stað á ný, í þeirri von að það skríði smám saman upp úr kreppulægðinni. LeiðtogafundirBernard Madoff Sjötugi fjárglæframaðurinn hlaut þungan dóm fyrir svikamyllu sína, sem kostaði þúsundir manna stórfé.nordicphotos/AFPLeiðtogar tuttugu stærstu efnahagsvelda heims, G20-ríkjanna, hafa komið saman reglulega síðan kreppan hófst til að leita lausna og stilla saman strengi sína. Fyrsti fundur þeirra var í Washington í nóvember 2008, síðan hittust þeir í apríl síðastliðnum í London og loks Pittsburgh í Bandaríkjunum í september. Næsti fundur er á dagskrá í Kanada í júní. Á nóvemberfundinum í nóvember 2008 voru fyrstu skrefin tekin, en á aprílfundinum komu þeir sér saman um 1.100 milljarða dala fjárveitingu til verkefna, sem eiga að styrkja alþjóðleg viðskipti og örva efnahagslífið. Ágreiningur var nokkur, eins og við mátti búast. Bandaríkjamenn og Bretar hefðu viljað ganga lengra í fjáraustri, en Frakkar og Þjóðverjar hefðu viljað setja enn strangari reglur um alþjóðleg viðskipti og fjármálastarfsemi. Á septemberfundinum var ákveðið að G20 hópurinn taki við af átta ríkja hópnum G8, sem fær veigaminna hlutverk og einbeitir sér að öryggismálum. G20-ríkin verða þá eins konar fastaráð alþjóðlegrar efnahagssamvinnu. Eitt helsta markmið þessa leiðtogaráðs verður að koma í veg fyrir að annað eins hrun geti orðið í framtíðinni eins og reið yfir efnahagslífið haustið 2008. „Ég held að við áttum okkur öll á því að við verðum að grípa til aðgerða áður en fennir yfir minni okkar um kreppuna og áður en hvatinn til umbóta dofnar,“ sagði Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. BílaiðnaðurinnAlmenn reiði Almenningur víðs vegar um heim hefur notað hvert tækifæri til að mótmæla misvitrum fjármálaspekingum.nordicphotos/AFPAðgerðir stjórnvalda hafa þó engan veginn komið í veg fyrir gjaldþrot jafnvel nokkurra stærstu fyrirtækja heims og erfiðleika sem þeim hafa fylgt. Í byrjun júní óskaði GM, stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta taldist fjórða stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, en stærsta gjaldþrot iðnfyrirtækis þar vestra. Rúmum mánuði síðar reis úr rústum fyrirtækisins nýtt og endurskipulagt fyrirtæki, að mestu í ríkiseigu, en töluvert minna en gamla fyrirtækið, sem tók með sér stærstu skuldirnar upp á von og óvon. Heimskreppan hefur reyndar bitnað sérlega hart á bílaiðnaðinum, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víðast hvar þar sem bifreiðar eru búnar til. Í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu hafa stjórnvöld beðið átekta en skoðað vandlega hvort grípa þurfi inn í bílaiðnaðinn með veglegri ríkisaðstoð. Í Svíþjóð komu stjórnvöld Saab-verksmiðjunum til bjargar í febrúar, en þar vinna 140 þúsund manns. Saab er reyndar í eigu GM, sem ætlar sér að selja þetta sænska dótturfyrirtæki sitt til þess að bjarga eigin starfsemi. Í nóvember tóku svo Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari sameiginlega ákvörðun um að koma bílaiðnaðinum í þessum tveimur löndum til bjargar. Gjaldþrot AIGtekinn á beinið Liddy, framkvæmdastjóri tryggingafyrirtækisins AIG, var kallaður fyrir bandaríska þingnefnd í maí og krafinn svara um gjaldþrotið.nordicphotos/AFPGjaldþrot fyrirtækja náðu líklega hámarki víðast hvar í kreppulöndunum á árinu sem er að líða. Í Bretlandi, til dæmis, urðu nærri tíu þúsund fyrirtæki gjaldþrota á fyrri helmingi ársins, sem er meira en nokkru sinni hefur þekkst þar í landi, en aðeins var byrjað að draga úr gjaldþrotum á þriðja ársfjórðungi. Í mars vakti bandaríska tryggingafyrirtækið AIG, sem til skamms tíma var stærsta tryggingafyrirtæki heims, gríðarlega hneykslun þegar tilkynnt var að framkvæmdastjórar í fjármáladeild fyrirtækisins, ættu að fá samtals 165 milljarða dala í kaupaukagreiðslur. Í byrjun mars höfðu bandarísk stjórnvöld skýrt frá því að AIG myndi fá 30 milljarða dala í fjárhagsaðstoð frá ríkinu, til viðbótar við þá 150 milljarða dala sem fyrirtækið hafði þegar fengið. Daginn eftir skýrði fyrirtækið svo frá því, að tap þess á fjórða ársfjórðungi næmi 62 milljörðum dala, sem var stærsta ársfjórðungstap sögunnar til þess tíma. OfurbónusÍ ljósi þessa þóttu kaupaukarnir til framkvæmdastjóranna, sem stærsta ábyrgð báru á ófarnaði fyrirtækisins, ótrúleg ósvífni. Þingmenn brugðust ókvæða við og Ben Bernanke seðlabankastjóri sagðist hafa orðið ævareiður: „Ég skellti símanum nokkrum sinnum á þegar ég var að ræða AIG,“ sagði seðlabankastjórinn. Barack Obama krafðist þess að framkvæmdastjórarnir endurgreiddu kaupaukana. Aðeins hluti þeirra hefur orðið við því. Bandaríkjaþing samþykkti lög um 90 prósent skatta á kaupauka í fyrirtækjum sem þegið hafa meira en fimm milljarða dala í ríkisaðstoð. Framkvæmdastjórar slíkra fyrirtækja hafa sumir brugðist við með því að ráða sig til annarra fyrirtækja, þar sem þeir sleppa við slíkan skatt. Ofurkaupaukar framkvæmdastjóra hafa einnig verið til umræðu í Evrópulöndum, þar sem ekki síst Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur lagt mikla áherslu á að setja strangar reglur um kaupaukagreiðslur. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tóku í sama streng og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem krafist var gegnsæis í fyrirtækjarekstri og strangari reglna um kaupauka fyrir G20-fundinn í september. Madoff dæmdurEinn helsti skúrkur kreppunnar, Bernard Madoff, hlaut makleg málagjöld í júní þegar dómur féll í máli hans. Hann hafði haft nærri 65 milljarða dala af þúsundum manna í Bandaríkjunum og var fyrir vikið dæmdur í samtals 150 ára fangelsi, sem er þyngsti dómur sem lög leyfðu. Hann á enga möguleika á náðun, sem þýðir í reynd að um ævilangt fangelsi er að ræða. Madoff hafði játað sekt sína í mars og sagðist þá hafa byrjað svikastarfsemi sína strax árið 1991. Svikamyllan gekk út á að hann tók við peningum af fjárfestum, en í staðinn fyrir að ávaxta féð greiddi hann þeim arð með peningum sem aðrir fjárfestar létu hann hafa, en spilaborgin hrundi þegar kreppan reið yfir haustið 2008.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira