Sport

Einstefna hjá Patriots á Wembley - fyrsta tap Vikings

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tom Brady í leiknum í kvöld.
Tom Brady í leiknum í kvöld.

Hinn árlegi NFL-leikur á Wembley fór fram í kvöld er New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers mættust. Leikurinn var "heimaleikur" Bucs.

Fyrirfram var búist við öruggum sigri Patriots og það gekk eftir. Lokatölur 35-7 þar sem Tom Brady kastaði fyrir 208 metrum, þrem snertimörkum. Hann kastaði boltanum einnig tvisvar frá sér.

Brett Favre og félagar í Minnesota Vikings töpuðu síðan sínum fyrsta leik í vetur er þeir sóttu Pittsburgh Steelers heim. Lokatölur 27-17 fyrir Steelers.

Favre var eins brjálaður byssumaður í leiknum enda fór hann alls 51 sinni í loftið. Hann kláraði 34 sendingar fyrir 334 metrum. Engin sending var þó fyrir snertimarki.

Ben Roethlisberger kastaði 26 sinnum, 14 sendingar heppnuðust fyrir 175 metrum. Ein sending endaði sem snertimark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×