Schumacher vill verja titil Þýskalands 3. nóvember 2009 09:02 Michael Schumacher og Sebastian Vettel lögðu Mikael Eckström og Tom Kristensen í úrslitum í fyrra. mynd: kappakstur.is Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira