Mest verslað í Bandaríkjadölum 7. janúar 2009 00:01 Sundahöfnin athafnarsvæði Eimskips ©DV / Ljósmyndadeildin / Gunnar V. Andrésson Hátt í 40 prósent allra útflutningsviðskipta héðan fara fram í Bandaríkjadölum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hins vegar er útflutningur til Bandaríkjanna ekki nema brot af því, ríflega fimm prósent útflutnings. Þetta segir í tölum Hagstofunnar fyrir árið 2007, en heildartölur fyrir síðasta ár eru ekki komnar. Heildarútflutningur þetta ár, á verðlagi þess, voru ríflega 300 milljarðar króna, en flutt var inn fyrir um 400 milljarða. Ekki eru komnar endanlegar tölur fyrir árið 2008. Mest skipt við EESLangmest utanríkisviðskipti eru við ríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í heildina fóru alls um 80 prósent alls útflutnings til ríkja EES og þaðan komu um tveir þriðju alls innflutnings árið 2007. Þegar viðskipti við einstök ríki eru skoðuð kemur í ljós að mest er flutt út til Hollands, síðan Þýskalands en mest er flutt inn frá Bandaríkjunum. Bandaríkjadalurinn stærsturVægi Bandaríkjadals er heldur meira í viðskiptum við útlönd en nemur beinum viðskiptum. Samkvæmt Hagstofutölum voru tæp 60 prósent útflutnings í gjaldmiðlum EES-landa árið 2007. Tæp 26 prósent voru í evrum og tvö prósent til viðbótar í dönskum krónum, en hún er tengd evrunni. Um tólf prósent fóru fram í breskum pundum. Viðskipti í Bandaríkjadölum námu hins vegar 38,1 prósent. „Nokkuð af verslun við ýmis ríki, til að mynda Asíulönd, er í Bandaríkjadölum auk þess sem megnið af viðskiptum með ál er í þeim gjaldmiðli," segir Katla Gylfadóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Álinu siglt til HollandsÞegar rýnt er í Hagtíðindin sést að verulegur hluti útflutnings til Hollands er ál. Útflutningur til Hollands jókst um 60 prósent milli áranna 2006 og 2007. Það skýrist nær eingöngu af auknum útflutningi á áli en einnig kísiljárni. Það kann að koma á óvart að þetta fari allt til Hollands en skýringin er að enda þótt miklu af þessu sé skipað upp í hollenskri höfn, þá kann það að fara annað síðar. Þegar rýnt er í útflutning til Þýskalands sést að næstum fjórir fimmtu útflutnings þangað eru iðnaðarvörur, að miklu leyti ál. Tólf prósenta aukning á útflutningi milli ársins 2007 og ársins á undan, skýrist af aukningu á álútflutningi. Álið toppar fiskinnÁlið hefur farið vaxandi í útflutningi héðan og er nú helsta útflutningsvara Íslands. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt héðan hátt í 700 þúsund tonn af áli fyrir 161 milljarð króna rúman. Útflutningurinn á þessu tímabili nam alls 413 milljörðum, svo rétt tæp 40 prósent útflutnings í fyrra voru ál. Árið á undan var á þessum tíma í heild flutt út fyrir tæpa 280 milljarða. Þar af voru flutt út ríflega 416 tonn af áli fyrir ríflega 75 milljarða króna. Hlutfall álsins var þá um 27 prósent af heildarútflutningi. Álútflutningur hefur því vaxið verulega sem hlutfall af heildarútflutningi. Fiskurinn samt mikilvægurFyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt út um 620 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir um 150 milljarða króna. Það jafngildir um 36 prósentum af útflutningi. Árið á undan var hlutfall sjávarafurða í útflutningi hærra. Þá voru fyrstu ellefu mánuðina flutt út tæplega 570 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir tæpa 120 milljarða króna. Þá var hlutfallið af heildinni rúm 42 prósent. Innflutningur mestur frá EESEins og áður var skrifað er mest selt úr landi fyrir Bandaríkjadali. Dæmið lítur hins vegar öðruvísi út þegar litið er á innflutninginn. Evran er ríkjandi innflutningsmynt og voru tæplega 42 prósent innflutnings í evru árið 2007, samkvæmt Hagtíðindum. Í heildina voru um 72 prósent innflutnings í myntum EES ríkja, þar af tíu prósent frá Danmörku. Hlutfall Bandaríkjadals í innflutningi er hins vegar ríflega fjórðungur. Bandaríkin eru hins vegar stærsta einstaka innflutningsland Íslands. Sé miðað við verðmæti innflutningsins komu 13,5 prósent af öllum innflutningi ársins 2007 frá Bandaríkjunum. Mest voru þetta vélar og samgöngutæki. Næstmest var flutt inn frá Þýskalandi, mest vélar og samgöngutæki. Þriðja stærsta innflutningslandið var Svíþjóð. Eldsneyti var uppistaðan í innflutningi þaðan árið 2007. Í heildina voru keyptar vörur fyrir 276 milljarða í ríkjum EES, fyrir tæpa 58 milljarða frá Bandaríkjunum, innan við 20 frá Evrópuríkjum utan EES, um 20 milljarðar frá Japan og Kína hvoru um sig og um 30 milljarðar annars staðar frá. Maturinn kemur frá EESÞegar skoðaður er innflutningur á matvöru kemur í ljós að um 70 prósent koma frá ríkjum EES. Hér er um að ræða vörur líkt og kjötvörur, grænmeti, drykkjarvörur og kornvörur svo nokkuð sé nefnt. Sem hlutfall af heildarinnflutningi eru tölurnar þó ekki háar, um sjö prósent og nam reikningurinn innan við þrjátíu milljörðum króna. Föt og skór voru flutt inn fyrir tæpa þrettán milljarða, tæpur helmingur frá ríkjum EES. Á sama tíma voru fluttar inn tölvur og skrifstofuvélar fyrir 11,5 milljarða, en bensín og olíureikningurinn nam 35 milljörðum. Þar af var keypt fyrir 31 milljarð í ríkjum EES. Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hátt í 40 prósent allra útflutningsviðskipta héðan fara fram í Bandaríkjadölum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hins vegar er útflutningur til Bandaríkjanna ekki nema brot af því, ríflega fimm prósent útflutnings. Þetta segir í tölum Hagstofunnar fyrir árið 2007, en heildartölur fyrir síðasta ár eru ekki komnar. Heildarútflutningur þetta ár, á verðlagi þess, voru ríflega 300 milljarðar króna, en flutt var inn fyrir um 400 milljarða. Ekki eru komnar endanlegar tölur fyrir árið 2008. Mest skipt við EESLangmest utanríkisviðskipti eru við ríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í heildina fóru alls um 80 prósent alls útflutnings til ríkja EES og þaðan komu um tveir þriðju alls innflutnings árið 2007. Þegar viðskipti við einstök ríki eru skoðuð kemur í ljós að mest er flutt út til Hollands, síðan Þýskalands en mest er flutt inn frá Bandaríkjunum. Bandaríkjadalurinn stærsturVægi Bandaríkjadals er heldur meira í viðskiptum við útlönd en nemur beinum viðskiptum. Samkvæmt Hagstofutölum voru tæp 60 prósent útflutnings í gjaldmiðlum EES-landa árið 2007. Tæp 26 prósent voru í evrum og tvö prósent til viðbótar í dönskum krónum, en hún er tengd evrunni. Um tólf prósent fóru fram í breskum pundum. Viðskipti í Bandaríkjadölum námu hins vegar 38,1 prósent. „Nokkuð af verslun við ýmis ríki, til að mynda Asíulönd, er í Bandaríkjadölum auk þess sem megnið af viðskiptum með ál er í þeim gjaldmiðli," segir Katla Gylfadóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Álinu siglt til HollandsÞegar rýnt er í Hagtíðindin sést að verulegur hluti útflutnings til Hollands er ál. Útflutningur til Hollands jókst um 60 prósent milli áranna 2006 og 2007. Það skýrist nær eingöngu af auknum útflutningi á áli en einnig kísiljárni. Það kann að koma á óvart að þetta fari allt til Hollands en skýringin er að enda þótt miklu af þessu sé skipað upp í hollenskri höfn, þá kann það að fara annað síðar. Þegar rýnt er í útflutning til Þýskalands sést að næstum fjórir fimmtu útflutnings þangað eru iðnaðarvörur, að miklu leyti ál. Tólf prósenta aukning á útflutningi milli ársins 2007 og ársins á undan, skýrist af aukningu á álútflutningi. Álið toppar fiskinnÁlið hefur farið vaxandi í útflutningi héðan og er nú helsta útflutningsvara Íslands. Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt héðan hátt í 700 þúsund tonn af áli fyrir 161 milljarð króna rúman. Útflutningurinn á þessu tímabili nam alls 413 milljörðum, svo rétt tæp 40 prósent útflutnings í fyrra voru ál. Árið á undan var á þessum tíma í heild flutt út fyrir tæpa 280 milljarða. Þar af voru flutt út ríflega 416 tonn af áli fyrir ríflega 75 milljarða króna. Hlutfall álsins var þá um 27 prósent af heildarútflutningi. Álútflutningur hefur því vaxið verulega sem hlutfall af heildarútflutningi. Fiskurinn samt mikilvægurFyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru flutt út um 620 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir um 150 milljarða króna. Það jafngildir um 36 prósentum af útflutningi. Árið á undan var hlutfall sjávarafurða í útflutningi hærra. Þá voru fyrstu ellefu mánuðina flutt út tæplega 570 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrir tæpa 120 milljarða króna. Þá var hlutfallið af heildinni rúm 42 prósent. Innflutningur mestur frá EESEins og áður var skrifað er mest selt úr landi fyrir Bandaríkjadali. Dæmið lítur hins vegar öðruvísi út þegar litið er á innflutninginn. Evran er ríkjandi innflutningsmynt og voru tæplega 42 prósent innflutnings í evru árið 2007, samkvæmt Hagtíðindum. Í heildina voru um 72 prósent innflutnings í myntum EES ríkja, þar af tíu prósent frá Danmörku. Hlutfall Bandaríkjadals í innflutningi er hins vegar ríflega fjórðungur. Bandaríkin eru hins vegar stærsta einstaka innflutningsland Íslands. Sé miðað við verðmæti innflutningsins komu 13,5 prósent af öllum innflutningi ársins 2007 frá Bandaríkjunum. Mest voru þetta vélar og samgöngutæki. Næstmest var flutt inn frá Þýskalandi, mest vélar og samgöngutæki. Þriðja stærsta innflutningslandið var Svíþjóð. Eldsneyti var uppistaðan í innflutningi þaðan árið 2007. Í heildina voru keyptar vörur fyrir 276 milljarða í ríkjum EES, fyrir tæpa 58 milljarða frá Bandaríkjunum, innan við 20 frá Evrópuríkjum utan EES, um 20 milljarðar frá Japan og Kína hvoru um sig og um 30 milljarðar annars staðar frá. Maturinn kemur frá EESÞegar skoðaður er innflutningur á matvöru kemur í ljós að um 70 prósent koma frá ríkjum EES. Hér er um að ræða vörur líkt og kjötvörur, grænmeti, drykkjarvörur og kornvörur svo nokkuð sé nefnt. Sem hlutfall af heildarinnflutningi eru tölurnar þó ekki háar, um sjö prósent og nam reikningurinn innan við þrjátíu milljörðum króna. Föt og skór voru flutt inn fyrir tæpa þrettán milljarða, tæpur helmingur frá ríkjum EES. Á sama tíma voru fluttar inn tölvur og skrifstofuvélar fyrir 11,5 milljarða, en bensín og olíureikningurinn nam 35 milljörðum. Þar af var keypt fyrir 31 milljarð í ríkjum EES.
Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira