Þriggja manna slagur um Formúlu 1 titilinn 5. október 2009 08:22 Jenson Button og Rubens Barrichello hafa unnið 8 af 15 Formúlu mótum ársins. Eftir Formúlu 1 mót helgarinnar er ljóst að slagurinn um meistaratitilinn í lokamótunum tveimur verður á milli þriggja ökumanna. Sebastian Vettel steig stórt skref með því að vinna á Suzuka brautinni í Japan og komst 9 stig nær Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu. Button gæti orðið meistari í næsta móti sem er í Brasilíu, en miðað við gengi hans að undanförnu er það ólíklegt. Hann varð í áttunda sæti í gær og félagi hans Rubens Barrichello varð sjöundi. Þeir töpuðu því miklu af forskoti sínu á Vettel. "Vettel var með mjög fljótan bíl og það er mest um vert fyrir mig að gera ekki mistök. Jafnvel þó Vettel eða Barrichello ynnu í Brasilíu, þá yrði ég með 4-5 stiga forskot", sagði Button. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins, en síðan ekki sögunar meir. "Það er ekki alslæmt að hafa bara fengið eitt stig í Japan. Ég fer til Brasilíu fullur bjartsýni, en Vettel og Barrichello á heimavelli verða erfiðir viðureignar. Brawn liðið getur tryggt sér titil bílasmiða með því að ná í hálft stig í næsta móti og menn geta verið stoltir af gangi mála", sagði Button. Í vetur leit ekki út fyrir að Barrichello og Button myndu keppa, en á síðustu stundu tókst að bjarga fyrrum Honda liðinu og stofna Brawn liðið. Nú er liðið með forystu í stigakeppni bílasmiða og Button í stigamóti ökumanna. Sjá stigagjöfina Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eftir Formúlu 1 mót helgarinnar er ljóst að slagurinn um meistaratitilinn í lokamótunum tveimur verður á milli þriggja ökumanna. Sebastian Vettel steig stórt skref með því að vinna á Suzuka brautinni í Japan og komst 9 stig nær Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu. Button gæti orðið meistari í næsta móti sem er í Brasilíu, en miðað við gengi hans að undanförnu er það ólíklegt. Hann varð í áttunda sæti í gær og félagi hans Rubens Barrichello varð sjöundi. Þeir töpuðu því miklu af forskoti sínu á Vettel. "Vettel var með mjög fljótan bíl og það er mest um vert fyrir mig að gera ekki mistök. Jafnvel þó Vettel eða Barrichello ynnu í Brasilíu, þá yrði ég með 4-5 stiga forskot", sagði Button. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins, en síðan ekki sögunar meir. "Það er ekki alslæmt að hafa bara fengið eitt stig í Japan. Ég fer til Brasilíu fullur bjartsýni, en Vettel og Barrichello á heimavelli verða erfiðir viðureignar. Brawn liðið getur tryggt sér titil bílasmiða með því að ná í hálft stig í næsta móti og menn geta verið stoltir af gangi mála", sagði Button. Í vetur leit ekki út fyrir að Barrichello og Button myndu keppa, en á síðustu stundu tókst að bjarga fyrrum Honda liðinu og stofna Brawn liðið. Nú er liðið með forystu í stigakeppni bílasmiða og Button í stigamóti ökumanna. Sjá stigagjöfina
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira