Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar 2. apríl 2009 21:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Framsóknarflokkinn í kvöld. MYND/GVA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. Fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu fundarstjórn forseta á þingfundinum þegar stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinn var til umræðu. Þeir kröfðu Einar Már Sigurðarson, varaforseta sem stýrði þingfundinum, um svör hvenær fundinum lyki og hvort von væri á enn einum næturfundinum. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ótækt að halda áfram með þessum hætti. Hún kallaði eftir því að flutningsmenn frumvarpsins yrðu viðstaddir umræðuna. Þetta eru ámælisverð vinnubrögð, sagði Jón Gunnarsson flokksbróður Arnbjargar. Hann sagði að ekkert tillit væri tekið til þeirra óska og spurninga sem fram hefðu komið. Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þjóðin ætti að geta fylgst með umræðum um stjórnarskrána og því væri eðlilegt að þingfundi yrði ekki framhaldið mikið lengur enn til klukkan 11 í kvöld. Að lokum sagðist Einar Már hafa tekið tillit til sjónarmiða þingmannanna. Hann sagði jafnframt að engin ákvörðun hafi verið tekin önnur en að halda þingfundi áfram. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins. Fjölmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræddu fundarstjórn forseta á þingfundinum þegar stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinn var til umræðu. Þeir kröfðu Einar Már Sigurðarson, varaforseta sem stýrði þingfundinum, um svör hvenær fundinum lyki og hvort von væri á enn einum næturfundinum. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ótækt að halda áfram með þessum hætti. Hún kallaði eftir því að flutningsmenn frumvarpsins yrðu viðstaddir umræðuna. Þetta eru ámælisverð vinnubrögð, sagði Jón Gunnarsson flokksbróður Arnbjargar. Hann sagði að ekkert tillit væri tekið til þeirra óska og spurninga sem fram hefðu komið. Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þjóðin ætti að geta fylgst með umræðum um stjórnarskrána og því væri eðlilegt að þingfundi yrði ekki framhaldið mikið lengur enn til klukkan 11 í kvöld. Að lokum sagðist Einar Már hafa tekið tillit til sjónarmiða þingmannanna. Hann sagði jafnframt að engin ákvörðun hafi verið tekin önnur en að halda þingfundi áfram.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. 2. apríl 2009 19:05