Betra hefði verið að taka ekki við styrkjunum árið 2006 14. apríl 2009 18:30 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við. Styrkir til Samfylkingar margfölduðust árið 2006 frá árunum á undan. Fjárhagsstaða flokksins í árslok 2005 var slæm og skuldaði flokkurinn yfir 50 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingar, baðst undan viðtali en sagði meðal annars þetta um málið í samtali við fréttastofu: ,,Í ársbyrjun 2006 hófst fjársöfnun, sem fór fram með vitund og vilja mínum. Skrifstofa flokksins skipulagði átakið, en leitað var til 30 fyrirtækja og fékkst samtals 36 milljóna króna stuðningur frá 15 þeirra, hæsti styrkurinn nam 5 milljónum. Við byrjuðum á þessu mun fyrr en lög voru sett um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka, en vissum hins vegar af þeim breytingum sem framundan voru. Ljóst var að erfitt yrði að fara með tugmilljóna skuldir inn í nýtt umhverfi og kosningaárið 2007 var framundan." Því var ráðist í fjársöfnunina að sögn Ingibjargar og segist hún hafa haft milligöngu um að tala við fyrirtæki, líkt og ýmsir aðrir flokksmenn. ,,Í ljósi þess sem síðan hefur gerst er þetta óeðlilegt og hefði betur verið látið ógert. Árið 2006 þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta, upphæðirnar voru í samræmi við það sem þá var í gangi - ekki bara sem styrkir til stjórnmálaflokka, en einnig til félagasamtaka og annarra. Þetta var það umhverfi sem stjórnmálaflokkar bjuggu við á þessu tíma, þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er það breytt." Og þess má geta að umdeildir risastyrkir til Sjálfstæðisflokksins voru ræddir á fundi þingflokksins í dag, en ákveðið var að flokksmenn settu undir sig hausinn og keyrðu inn í kosningabaráttuna, eins og einn þingmaðurinn orðaði það. Að sögn formanns flokksins er staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytt. Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við. Styrkir til Samfylkingar margfölduðust árið 2006 frá árunum á undan. Fjárhagsstaða flokksins í árslok 2005 var slæm og skuldaði flokkurinn yfir 50 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingar, baðst undan viðtali en sagði meðal annars þetta um málið í samtali við fréttastofu: ,,Í ársbyrjun 2006 hófst fjársöfnun, sem fór fram með vitund og vilja mínum. Skrifstofa flokksins skipulagði átakið, en leitað var til 30 fyrirtækja og fékkst samtals 36 milljóna króna stuðningur frá 15 þeirra, hæsti styrkurinn nam 5 milljónum. Við byrjuðum á þessu mun fyrr en lög voru sett um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka, en vissum hins vegar af þeim breytingum sem framundan voru. Ljóst var að erfitt yrði að fara með tugmilljóna skuldir inn í nýtt umhverfi og kosningaárið 2007 var framundan." Því var ráðist í fjársöfnunina að sögn Ingibjargar og segist hún hafa haft milligöngu um að tala við fyrirtæki, líkt og ýmsir aðrir flokksmenn. ,,Í ljósi þess sem síðan hefur gerst er þetta óeðlilegt og hefði betur verið látið ógert. Árið 2006 þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta, upphæðirnar voru í samræmi við það sem þá var í gangi - ekki bara sem styrkir til stjórnmálaflokka, en einnig til félagasamtaka og annarra. Þetta var það umhverfi sem stjórnmálaflokkar bjuggu við á þessu tíma, þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er það breytt." Og þess má geta að umdeildir risastyrkir til Sjálfstæðisflokksins voru ræddir á fundi þingflokksins í dag, en ákveðið var að flokksmenn settu undir sig hausinn og keyrðu inn í kosningabaráttuna, eins og einn þingmaðurinn orðaði það. Að sögn formanns flokksins er staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytt.
Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira