Betri tíð í spilunum 24. júní 2009 05:30 Afrísk börn Alþjóðabankinn segir það hag iðnríkjanna að styðja við þróunarlöndin. Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011. Samdrátturinn verður mestur hjá iðnríkjunum, þar af upp á 4,2 prósent á evrusvæðinu. Hagfræðideild Landsbankans segir í umfjöllun sinni um málið í í gær að þrátt fyrir þetta séu vísbendingar um viðsnúning á næsta leyti. Meðal vísbendinga séu aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem gengishrun á hlutabréfamörkuðum sé víða að stöðvast, jafnvel að snúast við. Hagvísar séu á svipaðri leið, svo sem í Kína og í Bandaríkjunum. Innan annarra svæða, svo sem í nokkrum Evrópulöndum, sé enn engin batamerki að sjá. Alþjóðabankinn segir í skýrslunni iðnríkin þurfa að verja þróunar- og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði í stað þess að einblína á eigin vandamál. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiði til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna og því sé það hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna. - jab Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011. Samdrátturinn verður mestur hjá iðnríkjunum, þar af upp á 4,2 prósent á evrusvæðinu. Hagfræðideild Landsbankans segir í umfjöllun sinni um málið í í gær að þrátt fyrir þetta séu vísbendingar um viðsnúning á næsta leyti. Meðal vísbendinga séu aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem gengishrun á hlutabréfamörkuðum sé víða að stöðvast, jafnvel að snúast við. Hagvísar séu á svipaðri leið, svo sem í Kína og í Bandaríkjunum. Innan annarra svæða, svo sem í nokkrum Evrópulöndum, sé enn engin batamerki að sjá. Alþjóðabankinn segir í skýrslunni iðnríkin þurfa að verja þróunar- og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði í stað þess að einblína á eigin vandamál. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiði til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna og því sé það hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna. - jab
Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira