Vill berjast fyrir aðildarsamningi við ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2009 19:00 Baldur tók sæti á lista Samfylkingarinnar til að hafa áhrif á Evrópumál. Mynd/ Valgarður. „Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur. Kosningar 2009 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Ég ákvað að taka sæti á lista Samfylkingarinnar til þess að berjast fyrir aðildarsamningi við Evrópusambandið," segir Baldur Þórhallsson. Baldur skipar sjötta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur hingað til verið betur þekktur sem fræðimaður á sviði stjórnmála fremur en þátttakandi. Baldur segir að á meðan allt lék í lyndi í efnahagsmálum hafi Íslendingar haft efni á því að standa utan við Evrópusambandið. Við þær aðstæður sem nú ríki sé hins vegar bráðaðkallandi að sækja um aðild. „Þannig að við getum séð hvað okkur stendur til boða og getum á þeim grunni tekið afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Ég get ekki séð að það sé önnur lausn í boði til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aðild að Evrópusambandinu snýr fyrst og fremst að lífskjörum í landinu að halda hérna sömu lífskjörum eins og best gerist. Evrópusambandsaðild er málefni heimilanna í landinu ekki síður en atvinnulífsins vegna lægri vaxta og lægra vöruverðs sem fylgja myndi aðild. Og það sem skiptir mestu máli þar eru upptaka evrunnar," segir Baldur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum bjóði ekki upp á neina peningastefnu. „Það segja allir stjórnmálaflokkar að krónan sé ónýt en það er ekki nema Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem bjóða upp á stefnu í peningamálum. Hinir flokkarnir vita ekki hvað þeir vilja," segir Baldur. Hann segist telja að það sé stóralvarlegt fyrir þjóðina. Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur.
Kosningar 2009 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira