Fótbolti

Keisarinn talar: Bayern ekki sigurstranglegast

Skál fyrir því! Keisarinn er að missa trú á Bayern
Skál fyrir því! Keisarinn er að missa trú á Bayern NordicPhotos/GettyImages

Franz Beckhenbauer, forseti Bayern Munchen, segir að toppslagurinn í þýsku úrvalsdeildinni sé nú galopinn og að Bayern sé ekki líklegra en önnur lið til að hampa titlinum í vor.

Þetta sagði "Keisarinn" í pistli í þýska blaðinu Bild eftir að hafa horft upp á liðið klúðra gullnu tækifæri til að komast á toppinn með tveimur töpum í röð. Liðið tapaði 1-0 fyrir HSV eftir jólafrí og svo 2-1 fyrir Hertha nú um helgina.

"Hverjir verða meistarar? Ég er hræddur um að ég hafi ekki svar við þeirri spurningu. Ég hef enga tilfinningu fyrir toppslagnum lengur. Ég hélt að Bayern myndi taka sprett eftir jól og verða meistari, en í staðinn hefur liðið tapað tveimur leikjum. Bayern er ekki lengur líklegasta liðið til að standa uppi sem sigurvegari. Öll fimm eða sex liðin við toppin geta klárað dæmið," sagði Beckenbauer, sem bæði varð heimsmeistari með Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×