Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum 29. mars 2009 10:42 Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum." Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum."
Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira