Viðskipti innlent

Misgóðir réttir

Þið ætlið svo að kaupa, eða hvað?
Þið ætlið svo að kaupa, eða hvað?

Eins og frá var greint á mánudag gerði Straumur kauprétt við stóran hóp starfsfólks bankans. Rétturinn kvað á um kaup á 650 milljónum hluta á genginu 1,67 krónur á hlut, jafnvirði rétt tæplega eins milljarðs króna.

Kaupréttirnir urðu vitanlega til þess að einhverjir stukku upp á nef sér og blótuðu gjafmildinni í sand og ösku enda gæti sá sem virkjar kaupréttinn samstundis rakað inn ágætum hagnaði kaupi hann nú þegar verðið er lágt.

En kaupréttir eru ekkert til að hrópa húrra fyrir enda kveða þeir á um að viðkomandi verði að halda í bréf sín í nokkur ár. Þeir sem síðast virkjuðu kauprétti sína hjá Straumi fyrir tveimur árum verða að halda nokkuð lengi í hagnaðarvonina. Þá var viðmiðunarverðið, sem var tvískipt, á bilinu 15,43 og 16,65 krónur á hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×