Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi 10. mars 2009 10:59 Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira