Viðskipti innlent

Gengi Straums fellur eftir hækkun í vikunni

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í fjárfestingabankanum Straumi féll um 4,03 prósent í dag eftir nokkra hækkun í vikunni. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem féll um 2,22 prósent, auk þess sem bréf Össurar lækkaði um 0,21 prósent.

Fyrirtækin þrjú eru stærstu og veltumestu fyrirtækin í nýju Úrvalsvísitölunni, sem samanstendur af sex stærstu félögum í Kauphöllinni.

Ekkert félag hefur hækkað það sem af er dags.

Úrvalsvísitalan gamla (OMXI15) hefur lækkað um 0,62 prósent og stendur hún í 333 stigum.

Nýja vísitalan (OMXI6) hefur hins vegar fallið um 1,12 prósent og stendurhún í 892,4 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×