Skútumálið - fréttaskýring Valur Grettisson skrifar 20. apríl 2009 17:53 Alls hafa sex einstaklingar verið handteknir í umfangsmesta og stærsta fíkniefnsmygli Íslandssögunnar. Lögreglan er þegar búinn að leggja hald á 109 kíló af hvítu dufti, amfetamíni eða Kókaíni, maríjúna, og svo MDMA eða E-töflur eins og efnið er iðullega nefnt. Fimm Íslendingar voru handteknir í aðgerðunum sem samanstóð af fjölmörgum lögregluembættum og teygði sig til Belgíu, Hollands auk Færeyja. Síðan kom dönsk flugvél til þess að aðstoða Landhelgisgæsluna við eftirför smyglskútunnar sem heitir Sirtakis. Þá hefur einn Hollendingur verið handtekinn vegna málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands áður. Fíkniefnalögreglan hér á landi hefur einnig notið liðsinnis Europol. Dularfulla skútan Elysse sem lá óhreyfð á Hornafirði. Hugsanlega upphafið að endi smyglaranna. Dularfulla skútan Eins og gefur að skilja þá er málið gríðarlega umfangsmikið en talið er að málið eigi rætur allt til ársins 2008. Þá barst tilkynning um skútu sem lá óhreyfð í höfninni í Hornafirði. Skútan hét Ely og hafði legið við bryggjuna í sjö mánuði. Einn viðmælandi Vísis sagði að hann hefði vissu fyrir því að tveir Hollendingar hefðu siglt skútunni til Íslands. Þeir hefðu síðan yfirgefið hana og aldrei vitjað hennar aftur. Það var ekki fyrr en bæjaryfirvöld fóru að velta fyrir sér hver ætti skútuna vegna ógreiddra hafnargjalda sem menn fóru að leggja tvo og tvo saman. Þegar þarna var komið við sögu þá var var spíttskútumálið í hámæli en þá smygluðu nokkrir menn fjörtíu kílóum af amfetamín til Íslands. Það var í fyrsta skiptið sem slíkt komst upp. Þeir voru allir dæmdir og sitja nú inn á Litla Hrauni. Skútuspæjarinn Menno De Drivjer hafði aldrei upplifað aðra eins leynd í kringum týnda skútu. Þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um skútuna dularfullu gaf einn maður sig fram og sagðist vera eigandi hennar. Það reyndist vera einn hinna handteknu í skútumálinu stóra, Jónas Árni Lúðvíksson. Hann sýndi fram á pappíra um að hann væri löglegur eigandi dularfullu skútunnar Ely. Á sama tíma var réttað yfir Jónasi Árna auk annars manns vegna annarrar smygltilraunar þar sem þeir áttu að hafa reynt að koma tæpum fjórum kílóum af kókaíni til landsins með Benz bifreið. Þeir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar í Hæstarétti Íslands. Í ljós kom við frekari eftirgrennslan að skútan Ely var í raun stolin og bar nafnið Elysse. Eigandinn reyndist Hollendingur en hann hafði leigt skútuna út en henni var aldrei skilað. Skútuspæjari kemur til Íslands Það var svo sumarið 2008 sem skútuspæjarinn Menno Den drijver kemur til Íslands fyrir hönd hollenska tryggingafélagsins Dextton. Því hafði verið falið að hafa upp á skútunni og koma henni síðan í verð. Samkvæmt heimildum Vísis þá lenti Menno í stökustu vandræðum vegna málsins. Ástæðan var sú að fyrirtæki hans hafði hingað til verið í góðu samstarfi við Europol sem og aðra löggæslustofnanir. Svo reyndist ekki í þessu tilfelli. Í viðtali við DV síðasta sumar sagði Menno: „Við höfum vitað af henni [skútunni Ely] á Íslandi í marga mánuði. Þegar við létum hollensku lögregluna fá allar upplýsingar kom hins vegar upp eitthvert leyndardómsfullt dæmi frá Europol. Þeir sýndu skútunni mikinn áhuga." Úr varð að Menno koma sjálfur til Íslands vegna málsins. Að lokum kom í ljós að pappírarnir sem Jónas Árni hafði undir höndum og áttu að sanna eignarhald hans, voru falsaðir. Þá setti Menno skútuna á sölu hér á landi og var hún keypt af íslenskum aðilum. Söluvirði hennar var um 20 milljónir króna. Jónas Árni var ekki grunaður um að hafa stolið henni, heldur eingöngu að hafa keypt óafvitandi þýfi. Frá vettvangi á Hornafirði í gær. Tveir Hollendingar handteknir Þegar Vísir ræddi við einn af núverandi eigenda skútunna Elysse sagði hann að Hollendingarnir sem stálu skútunni höfðu verið handteknir í Belgíu haustið 2008. Ástæðan fyrir því að þeir voru handteknir var sú að þeir voru að reyna stela annarri skútu. Þegar hann var spurður um skútuna sem hann og fleiri keyptu sagðist hann standa í þeirri trú að hún hefði verið notuð í samskonar smygl og nú hefur komist upp um. Hann sagði að sjálfur hefði hann rætt við hollenska tryggingaspæjarann sem sagði honum að hann hefði aldrie upplifað aðra eins leynd og með skútuna Elysse. Þá hafði hann aldrei mætt jafn mörgum hindrunum hjá lögregluembættum og hérlendu lögreglunni sem og Europol og hollensku lögreglunni. Það var ljóst að mikill leyndarhjúpur var í kringum skútuna Elysse. Þegar haft var samaband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, og hann spurður hvort tengsl væru þarna á milli þá vildi hann ekki tjá sig nánar um málið en fram hefur komið í fréttatilkynningum. Ekki þykir ólíklegt, miðað við viðbrögðin sem tryggingaspæjarinn Menno fékk, að rannsókn hafi verið hafin veturinn 2007-2008. Smyglskúta með tveimur sturtum Athygli vekur að ári síðar er samskonar skúta notuð á sama stað við smygl á svo miklum fíkniefnum. Ennfremur er það athyglisvert að sami maður hafi gert tilkall til dularfullu skútunnar Elysse og hefur nú verið handtekinn í tengslum við smyglið nú. Skútan sem um ræðir heitir Sirtakis og var tekin á leigu í Belgíu. Það er fyrirtækið Channel Sailing sem á skútuna og leigir hana út. Samkvæmt verðskrá á heimasíðu fyrirtækisins þá er verð fyrir vikuleigu á skútunni frá þrjúhundruð upp í fimm hundruð þúsund krónur. Skútan er gríðarlega vel útbúinn. Hún er 43 fet á lengd, með tvær sturtu og átta til tíu manns komast fyrir í henni. Skútan var tekinn á leigu í Zeebruges í Belgíu. Samkvæmt lögreglu er ekki ljóst hvort skútan hafi einfaldlega verið á leigu eða hvort henni hafi verið stolið. Glæsilegur aðbúnaður í smyglsskútu. Sunnlendingar í smygli Þeir þrír sem hafa verið nafngreindir og hnepptir í gæsluvarðhald í málinu, eru allir frá Suðurlandinu. Jónas Árni Lúðvíksson er frá Selfossi og það er Pétur Kúld Pétursson einnig Aftur á móti er Halldór Hlíðar Bergmundsson frá Hveragerði. Ekki er meira vitað um tengsl þeirra innbyrðis. Þó er vitað að Pétur og Jónas voru kunningjar. Þá er vitað að Pétur Kúld fór í áfengis- og vímuefnameðferð rétt fyrir jól. Hann er menntaður smiður og starfaði sem verktaki. Samkvæmt heimildum Vísis þá hafði kreppan farið illa með rekstur hans og við honum blasti hugsanlegt gjaldþrot. Halldór Hlíðar er búsettur í Reykjavík og starfaði við vinnuvélar áður en hann missti vinnuna í kreppunni. Hann hefur verið án atvinnu síðan þá. Hann er 31 árs gamall og er frá Hveragerði. Jónas Árni virðist hafa haft mesta reynslu af fíkniefnasmygli en hann var ákærður fyrir stórfellt kókaín smygl árið 2008 eftir að efnin fundust í BMW bifreið á hafnarsvæðinu við Vatnagarðar. Auk hans var Rúnar Þór Róbertsson ákærður og að lokum sýknaður. Þrír aðrir menn voru handteknir, þar á meðal Hollendingur. Þeir eru allir á svipuðum aldri og þeir sem hafa verið nafngreindir. Þeir voru handsamaðir í skútunni þegar hún var kominn langleiðina til Færeyja. Sérsveit Ríkislögreglustjóra fór um borð og handsamaði þá. Í morgun vildi Stefán Eiríksson lögreglustjóri ekki staðfesta að þeir hefðu verið vopnaðir. Að lokum Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeir sem voru á skútunni eru enn á leiðinni til lands. Búast má við að þeir verði einnig úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur lögreglan ekki handtekinn þann sem fjármagnaði innflutningin. Talið er að verðmætin sem töpuðust hafi hlaupið á tugum milljóna. Götuvirði fíkniefnanna hlaupa á hundruðum milljóna króna. Lögreglan verst enn frétta af málinu og er rannsókn í fullum gangi. Húsleit hefur verið framkvæmd á heimilum hinna handteknu. Þá virðist fíkniefnalögreglan enn vera að bíða upplýsinga frá öðrum erlendum löggæslustofnunum. Þess má geta að götuvirði fíkniefnanna er meira en hægt var að fá fyrir 200 kílóin af hassinu sem Þorsteinn Kragh var dæmdur fyrir að smygla til landsins í slagtogi við Hollending nú fyrir stuttu. Því er málið sennilega stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Sé málið sett í samhengi við önnur fíkniefnamál við nágrannalöndin, þá er það enn tröllaukið. Papeyjarmálið Smygl Lögreglumál Fréttaskýringar Tengdar fréttir TÝR á leið til hafnar með mennina Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld. 20. apríl 2009 08:20 Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. 19. apríl 2009 18:13 Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan. 19. apríl 2009 22:00 Þrír menn handteknir um borð í skútunni Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför. 19. apríl 2009 23:23 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. 19. apríl 2009 17:44 109 kíló af fíkniefnum komu með skútunni Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir íslendingar og einn hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri. 20. apríl 2009 10:33 Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þetta staðfestir lögreglan. 19. apríl 2009 16:54 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Alls hafa sex einstaklingar verið handteknir í umfangsmesta og stærsta fíkniefnsmygli Íslandssögunnar. Lögreglan er þegar búinn að leggja hald á 109 kíló af hvítu dufti, amfetamíni eða Kókaíni, maríjúna, og svo MDMA eða E-töflur eins og efnið er iðullega nefnt. Fimm Íslendingar voru handteknir í aðgerðunum sem samanstóð af fjölmörgum lögregluembættum og teygði sig til Belgíu, Hollands auk Færeyja. Síðan kom dönsk flugvél til þess að aðstoða Landhelgisgæsluna við eftirför smyglskútunnar sem heitir Sirtakis. Þá hefur einn Hollendingur verið handtekinn vegna málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands áður. Fíkniefnalögreglan hér á landi hefur einnig notið liðsinnis Europol. Dularfulla skútan Elysse sem lá óhreyfð á Hornafirði. Hugsanlega upphafið að endi smyglaranna. Dularfulla skútan Eins og gefur að skilja þá er málið gríðarlega umfangsmikið en talið er að málið eigi rætur allt til ársins 2008. Þá barst tilkynning um skútu sem lá óhreyfð í höfninni í Hornafirði. Skútan hét Ely og hafði legið við bryggjuna í sjö mánuði. Einn viðmælandi Vísis sagði að hann hefði vissu fyrir því að tveir Hollendingar hefðu siglt skútunni til Íslands. Þeir hefðu síðan yfirgefið hana og aldrei vitjað hennar aftur. Það var ekki fyrr en bæjaryfirvöld fóru að velta fyrir sér hver ætti skútuna vegna ógreiddra hafnargjalda sem menn fóru að leggja tvo og tvo saman. Þegar þarna var komið við sögu þá var var spíttskútumálið í hámæli en þá smygluðu nokkrir menn fjörtíu kílóum af amfetamín til Íslands. Það var í fyrsta skiptið sem slíkt komst upp. Þeir voru allir dæmdir og sitja nú inn á Litla Hrauni. Skútuspæjarinn Menno De Drivjer hafði aldrei upplifað aðra eins leynd í kringum týnda skútu. Þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um skútuna dularfullu gaf einn maður sig fram og sagðist vera eigandi hennar. Það reyndist vera einn hinna handteknu í skútumálinu stóra, Jónas Árni Lúðvíksson. Hann sýndi fram á pappíra um að hann væri löglegur eigandi dularfullu skútunnar Ely. Á sama tíma var réttað yfir Jónasi Árna auk annars manns vegna annarrar smygltilraunar þar sem þeir áttu að hafa reynt að koma tæpum fjórum kílóum af kókaíni til landsins með Benz bifreið. Þeir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar í Hæstarétti Íslands. Í ljós kom við frekari eftirgrennslan að skútan Ely var í raun stolin og bar nafnið Elysse. Eigandinn reyndist Hollendingur en hann hafði leigt skútuna út en henni var aldrei skilað. Skútuspæjari kemur til Íslands Það var svo sumarið 2008 sem skútuspæjarinn Menno Den drijver kemur til Íslands fyrir hönd hollenska tryggingafélagsins Dextton. Því hafði verið falið að hafa upp á skútunni og koma henni síðan í verð. Samkvæmt heimildum Vísis þá lenti Menno í stökustu vandræðum vegna málsins. Ástæðan var sú að fyrirtæki hans hafði hingað til verið í góðu samstarfi við Europol sem og aðra löggæslustofnanir. Svo reyndist ekki í þessu tilfelli. Í viðtali við DV síðasta sumar sagði Menno: „Við höfum vitað af henni [skútunni Ely] á Íslandi í marga mánuði. Þegar við létum hollensku lögregluna fá allar upplýsingar kom hins vegar upp eitthvert leyndardómsfullt dæmi frá Europol. Þeir sýndu skútunni mikinn áhuga." Úr varð að Menno koma sjálfur til Íslands vegna málsins. Að lokum kom í ljós að pappírarnir sem Jónas Árni hafði undir höndum og áttu að sanna eignarhald hans, voru falsaðir. Þá setti Menno skútuna á sölu hér á landi og var hún keypt af íslenskum aðilum. Söluvirði hennar var um 20 milljónir króna. Jónas Árni var ekki grunaður um að hafa stolið henni, heldur eingöngu að hafa keypt óafvitandi þýfi. Frá vettvangi á Hornafirði í gær. Tveir Hollendingar handteknir Þegar Vísir ræddi við einn af núverandi eigenda skútunna Elysse sagði hann að Hollendingarnir sem stálu skútunni höfðu verið handteknir í Belgíu haustið 2008. Ástæðan fyrir því að þeir voru handteknir var sú að þeir voru að reyna stela annarri skútu. Þegar hann var spurður um skútuna sem hann og fleiri keyptu sagðist hann standa í þeirri trú að hún hefði verið notuð í samskonar smygl og nú hefur komist upp um. Hann sagði að sjálfur hefði hann rætt við hollenska tryggingaspæjarann sem sagði honum að hann hefði aldrie upplifað aðra eins leynd og með skútuna Elysse. Þá hafði hann aldrei mætt jafn mörgum hindrunum hjá lögregluembættum og hérlendu lögreglunni sem og Europol og hollensku lögreglunni. Það var ljóst að mikill leyndarhjúpur var í kringum skútuna Elysse. Þegar haft var samaband við Friðrik Smára Björgvinsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, og hann spurður hvort tengsl væru þarna á milli þá vildi hann ekki tjá sig nánar um málið en fram hefur komið í fréttatilkynningum. Ekki þykir ólíklegt, miðað við viðbrögðin sem tryggingaspæjarinn Menno fékk, að rannsókn hafi verið hafin veturinn 2007-2008. Smyglskúta með tveimur sturtum Athygli vekur að ári síðar er samskonar skúta notuð á sama stað við smygl á svo miklum fíkniefnum. Ennfremur er það athyglisvert að sami maður hafi gert tilkall til dularfullu skútunnar Elysse og hefur nú verið handtekinn í tengslum við smyglið nú. Skútan sem um ræðir heitir Sirtakis og var tekin á leigu í Belgíu. Það er fyrirtækið Channel Sailing sem á skútuna og leigir hana út. Samkvæmt verðskrá á heimasíðu fyrirtækisins þá er verð fyrir vikuleigu á skútunni frá þrjúhundruð upp í fimm hundruð þúsund krónur. Skútan er gríðarlega vel útbúinn. Hún er 43 fet á lengd, með tvær sturtu og átta til tíu manns komast fyrir í henni. Skútan var tekinn á leigu í Zeebruges í Belgíu. Samkvæmt lögreglu er ekki ljóst hvort skútan hafi einfaldlega verið á leigu eða hvort henni hafi verið stolið. Glæsilegur aðbúnaður í smyglsskútu. Sunnlendingar í smygli Þeir þrír sem hafa verið nafngreindir og hnepptir í gæsluvarðhald í málinu, eru allir frá Suðurlandinu. Jónas Árni Lúðvíksson er frá Selfossi og það er Pétur Kúld Pétursson einnig Aftur á móti er Halldór Hlíðar Bergmundsson frá Hveragerði. Ekki er meira vitað um tengsl þeirra innbyrðis. Þó er vitað að Pétur og Jónas voru kunningjar. Þá er vitað að Pétur Kúld fór í áfengis- og vímuefnameðferð rétt fyrir jól. Hann er menntaður smiður og starfaði sem verktaki. Samkvæmt heimildum Vísis þá hafði kreppan farið illa með rekstur hans og við honum blasti hugsanlegt gjaldþrot. Halldór Hlíðar er búsettur í Reykjavík og starfaði við vinnuvélar áður en hann missti vinnuna í kreppunni. Hann hefur verið án atvinnu síðan þá. Hann er 31 árs gamall og er frá Hveragerði. Jónas Árni virðist hafa haft mesta reynslu af fíkniefnasmygli en hann var ákærður fyrir stórfellt kókaín smygl árið 2008 eftir að efnin fundust í BMW bifreið á hafnarsvæðinu við Vatnagarðar. Auk hans var Rúnar Þór Róbertsson ákærður og að lokum sýknaður. Þrír aðrir menn voru handteknir, þar á meðal Hollendingur. Þeir eru allir á svipuðum aldri og þeir sem hafa verið nafngreindir. Þeir voru handsamaðir í skútunni þegar hún var kominn langleiðina til Færeyja. Sérsveit Ríkislögreglustjóra fór um borð og handsamaði þá. Í morgun vildi Stefán Eiríksson lögreglustjóri ekki staðfesta að þeir hefðu verið vopnaðir. Að lokum Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeir sem voru á skútunni eru enn á leiðinni til lands. Búast má við að þeir verði einnig úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur lögreglan ekki handtekinn þann sem fjármagnaði innflutningin. Talið er að verðmætin sem töpuðust hafi hlaupið á tugum milljóna. Götuvirði fíkniefnanna hlaupa á hundruðum milljóna króna. Lögreglan verst enn frétta af málinu og er rannsókn í fullum gangi. Húsleit hefur verið framkvæmd á heimilum hinna handteknu. Þá virðist fíkniefnalögreglan enn vera að bíða upplýsinga frá öðrum erlendum löggæslustofnunum. Þess má geta að götuvirði fíkniefnanna er meira en hægt var að fá fyrir 200 kílóin af hassinu sem Þorsteinn Kragh var dæmdur fyrir að smygla til landsins í slagtogi við Hollending nú fyrir stuttu. Því er málið sennilega stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Sé málið sett í samhengi við önnur fíkniefnamál við nágrannalöndin, þá er það enn tröllaukið.
Papeyjarmálið Smygl Lögreglumál Fréttaskýringar Tengdar fréttir TÝR á leið til hafnar með mennina Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld. 20. apríl 2009 08:20 Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. 19. apríl 2009 18:13 Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan. 19. apríl 2009 22:00 Þrír menn handteknir um borð í skútunni Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför. 19. apríl 2009 23:23 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. 19. apríl 2009 17:44 109 kíló af fíkniefnum komu með skútunni Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir íslendingar og einn hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri. 20. apríl 2009 10:33 Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þetta staðfestir lögreglan. 19. apríl 2009 16:54 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
TÝR á leið til hafnar með mennina Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld. 20. apríl 2009 08:20
Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. 19. apríl 2009 18:13
Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan. 19. apríl 2009 22:00
Þrír menn handteknir um borð í skútunni Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför. 19. apríl 2009 23:23
Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44
Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. 19. apríl 2009 17:44
109 kíló af fíkniefnum komu með skútunni Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir íslendingar og einn hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri. 20. apríl 2009 10:33
Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þetta staðfestir lögreglan. 19. apríl 2009 16:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent