Friðrik Þór og von Trier með myndlistarsýningu Höskuldur Daði Magnússon skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Hér er ein mynda Friðriks, fræg sena úr Börnum náttúrunnar. Kínverskir verktakar halda verkinu uppi, en það er 2,80 sinnum 3,20 metrar að stærð. Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. september og undirbúningur er því á lokastigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smásmíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verkum leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningarsalnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía. Myndlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers. „Þeir hafa hvor um sig valið sex ramma úr þessum kvikmyndum og þeir voru síðan málaðir í Kína. Listaverkin urðu til hjá handverksmönnum þar, í anda fjöldaframleiðslu eins og bíómyndir eru gerðar,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð 3. september og undirbúningur er því á lokastigi. Verkin eru á leið til landsins frá Kína, en verk von Triers koma fyrst við hjá honum í Danmörku. Verkin eru reyndar engin smásmíði, 2,80 metrar sinnum 3,20. Soffía segir að verkin komi ekki fullmótuð frá verktökunum í Kína. Listamennirnir Friðrik og von Trier fái verkin í hendur og setji þá handbragð sitt á þau; einhvers konar fingrafar eða undirskrift. Ari Alexander hefur auk þess tekið saman eins konar sinfóníu úr verkum leikstjóranna beggja og verður því verki varpað á skjái í sýningarsalnum. Sýningin er haldin á sama tíma og RIFF og Nordisk Panorama og verður sameiginleg dagskrá í Hafnarhúsinu af því tilefni. Hins vegar er ólíklegt að Lars von Trier verði viðstaddur opnunina: „Hann er ferðafælinn mjög. Því miður gerum við ekki ráð fyrir því að hann komi,“ segir Soffía.
Myndlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira