Stjórn RBS hótar afsögn ef milljarða bónusar fást ekki greiddir 3. desember 2009 10:54 Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira