Bankana vantaði erlenda hluthafa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. janúar 2009 00:01 Fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank vill sjá dreift eignarhald á íslensku bönkunum. Hann hélt erindi um stöðu Íslands og erlenda fjármálamarkaði á árinu á ráðstefnu Alfa Fjárfestingaráðgjafar og Credit Suisse í gær. Markaðurinn/Vilhelm „Ég er þess fullviss að hefðu stórir erlendir bankar verið á meðal ráðandi hluthafa í íslensku bönkunum þá hefði fall þeirra ekki haft eins víðtæk og sársaukafull áhrif og raunin varð. Þeim [bönkunum] hefði aldrei verið leyft að vaxa jafn hratt með þeim hætti sem þeir gerðu. Erlendir hluthafar hefðu passað upp á það," segir Carsten Valgreen, meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Benderly Economics. Valgreen varð þekktur hér á landi sem aðalhagfræðingur Danke Bank þegar hann, ásamt öðrum, dró upp afar dökka mynd af íslensku uppsveiflunni í skýrslu bankans á vordögum 2006 og leiddi líkur að óhjákvæmilegri niðursveiflu. Fyrir vikið hlaut hann harða gagnrýni. „Við hefðum mátt gera sumt betur í skýrslunni," segir Valgreen en bendir á að í meginatriðum hafi efni hennar snúist um gríðarlega skuldsetningu bankanna í erlendri mynt og hættuna sem af því stafaði. „Þá var þegar ljóst að bönkunum hafði verið leyft að vaxa umfram getu Seðlabankans, sem gat ekki reynst lánveitandi til þrautavara," segir hann. Breskir, bandarískir og evrópskir bankar hafi mátt vaxa eins og þeir gátu en seðlabankar þar hefðu einungis sett prentvélarnar í gang og prentað þá peninga sem upp á vantaði. Slíku var ekki að skipta hér enda þurftu bankarnir á erlendri mynt að halda. „Það er með eindæmum hvernig allt kerfið brást," segir hann og hristir höfuðið. Hann bendir á að þótt miklir erfiðleikar steðji að víða um heim gegni öðru máli um Ísland enda hafi fáir horft upp á gjaldmiðil sinn verða næsta verðlausan. Valgreen segir mikilvægt að byggja upp trúverðugleika hratt á ný. Bæði þurfti að púkka upp á krónuna með öllum tiltækum ráðum til skemmri tíma enda ljóst að innleiðing evru sé óframkvæmanleg eins og sakir standa. Nauðsynlegt sé að láta hana fljóta eins fljótt og auðið er, annað sé glapræði. Hann segir raunar margt líkt með Íslandi og Lettlandi að einu atriði undanskildu. „Bankar í Lettlandi eru flestir útibú norrænna banka, svo sem þeirra sænsku, Enskilda og Swedbank. Þegar illa árar eða útibúin fara á hausinn þá finna sænsku bankarnir fyrir því, ekki þeir í Lettlandi. Þar munar um," segir Valgreen og bætir við að afleiðingar bankahrunsins hér hefðu verið mun vægari hefðu stórir erlendir bankar verið í hluthafahópi íslensku bankanna. Hefðu þeir á annað borð leyft mikinn vöxt og gríðarlega skuldsetningu bankanna hefði fallið lent að hluta á erlendu hluthöfunum. Á móti hefðu þeir getað virkað sem stuðpúðar þegar á þurfti að halda og opnað bönkunum aðgang að erlendu fjármagni. Stórir norrænir og þýskir bankar hefðu verið álitlegur kostur, að mati Valgreens. „Það má hafa þetta í huga þegar bankarnir verða einkavæddir aftur," segir Carsten Valgreen. Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Ég er þess fullviss að hefðu stórir erlendir bankar verið á meðal ráðandi hluthafa í íslensku bönkunum þá hefði fall þeirra ekki haft eins víðtæk og sársaukafull áhrif og raunin varð. Þeim [bönkunum] hefði aldrei verið leyft að vaxa jafn hratt með þeim hætti sem þeir gerðu. Erlendir hluthafar hefðu passað upp á það," segir Carsten Valgreen, meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Benderly Economics. Valgreen varð þekktur hér á landi sem aðalhagfræðingur Danke Bank þegar hann, ásamt öðrum, dró upp afar dökka mynd af íslensku uppsveiflunni í skýrslu bankans á vordögum 2006 og leiddi líkur að óhjákvæmilegri niðursveiflu. Fyrir vikið hlaut hann harða gagnrýni. „Við hefðum mátt gera sumt betur í skýrslunni," segir Valgreen en bendir á að í meginatriðum hafi efni hennar snúist um gríðarlega skuldsetningu bankanna í erlendri mynt og hættuna sem af því stafaði. „Þá var þegar ljóst að bönkunum hafði verið leyft að vaxa umfram getu Seðlabankans, sem gat ekki reynst lánveitandi til þrautavara," segir hann. Breskir, bandarískir og evrópskir bankar hafi mátt vaxa eins og þeir gátu en seðlabankar þar hefðu einungis sett prentvélarnar í gang og prentað þá peninga sem upp á vantaði. Slíku var ekki að skipta hér enda þurftu bankarnir á erlendri mynt að halda. „Það er með eindæmum hvernig allt kerfið brást," segir hann og hristir höfuðið. Hann bendir á að þótt miklir erfiðleikar steðji að víða um heim gegni öðru máli um Ísland enda hafi fáir horft upp á gjaldmiðil sinn verða næsta verðlausan. Valgreen segir mikilvægt að byggja upp trúverðugleika hratt á ný. Bæði þurfti að púkka upp á krónuna með öllum tiltækum ráðum til skemmri tíma enda ljóst að innleiðing evru sé óframkvæmanleg eins og sakir standa. Nauðsynlegt sé að láta hana fljóta eins fljótt og auðið er, annað sé glapræði. Hann segir raunar margt líkt með Íslandi og Lettlandi að einu atriði undanskildu. „Bankar í Lettlandi eru flestir útibú norrænna banka, svo sem þeirra sænsku, Enskilda og Swedbank. Þegar illa árar eða útibúin fara á hausinn þá finna sænsku bankarnir fyrir því, ekki þeir í Lettlandi. Þar munar um," segir Valgreen og bætir við að afleiðingar bankahrunsins hér hefðu verið mun vægari hefðu stórir erlendir bankar verið í hluthafahópi íslensku bankanna. Hefðu þeir á annað borð leyft mikinn vöxt og gríðarlega skuldsetningu bankanna hefði fallið lent að hluta á erlendu hluthöfunum. Á móti hefðu þeir getað virkað sem stuðpúðar þegar á þurfti að halda og opnað bönkunum aðgang að erlendu fjármagni. Stórir norrænir og þýskir bankar hefðu verið álitlegur kostur, að mati Valgreens. „Það má hafa þetta í huga þegar bankarnir verða einkavæddir aftur," segir Carsten Valgreen.
Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira