Elvis ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga 3. nóvember 2009 10:22 Elvis Persley er ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga í heiminum. Tískukóngurinn Yves Saint Laurent hefur velt honum úr sessi. Raunar er Elvis dottinn niður í fjórða sæti listans en Michael Jackson kemur sterkur inn í þriðja sætið. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins um tekjur látinni einstaklinga námu tekjurnar af dánarbúi Yves Saint Laurent um 350 milljónum dollara í ár, eða tæpum 44 milljörðum kr. Stór hluti af þeim tekjum eru vegna sölu á fasteignum tískukóngsins sem lést úr krabbameini á síðasta ári. Í öðru sæti eru tónlistarmennirnir Rodgers og Hammerstein en dánarbú þeirra skilaði tekjum upp á 235 milljónir dollara í ár. Tekjurnar eru vegna höfundarréttargreiðslna af verkum þeirra. Oscar Hammerstein lést árið 1960 og Richard Rodgers árið 1979. Í þriðja sæti er síðan Michael Jackson sem lést í júní í ár en tekjur dánarbúsins nema 90 milljónum dollara í ár. Forbes reiknar fastlega með að Jackson nái fyrsta sæti listans á næsta ári. Elvis er síðan í fjórða sæti en dánarbú rokkkóngsins skilaði 55 milljón dollara tekjum í ár. Elvis lést í ágúst 1977. Forbes reiknar með að hann nái betra sæti á listanum á næsta ári. Þeir sem skipa topp tíu listan að öðru leyti eru rithöfundurinn J.R.R. Tolkien en dánarbú hans skilaði 50 milljónum dollara. Það var einkum kvikmyndun á Hringadróttinssögu Tolkien sem skilar þessum tekjum. Tolkien lést árið 1973. Síðan koma Charles Schultz, skapari teiknimyndahetjunnar Charlie Brown, tónlistarmaðurinn John Lennon, dr. Suess eða Theodor Geisel skapari Köttsins með höttinn, vísindamaðurinn Albert Einstein og rithöfundurinn Michael Crichton. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Elvis Persley er ekki lengur tekjuhæstur látinna einstaklinga í heiminum. Tískukóngurinn Yves Saint Laurent hefur velt honum úr sessi. Raunar er Elvis dottinn niður í fjórða sæti listans en Michael Jackson kemur sterkur inn í þriðja sætið. Samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins um tekjur látinni einstaklinga námu tekjurnar af dánarbúi Yves Saint Laurent um 350 milljónum dollara í ár, eða tæpum 44 milljörðum kr. Stór hluti af þeim tekjum eru vegna sölu á fasteignum tískukóngsins sem lést úr krabbameini á síðasta ári. Í öðru sæti eru tónlistarmennirnir Rodgers og Hammerstein en dánarbú þeirra skilaði tekjum upp á 235 milljónir dollara í ár. Tekjurnar eru vegna höfundarréttargreiðslna af verkum þeirra. Oscar Hammerstein lést árið 1960 og Richard Rodgers árið 1979. Í þriðja sæti er síðan Michael Jackson sem lést í júní í ár en tekjur dánarbúsins nema 90 milljónum dollara í ár. Forbes reiknar fastlega með að Jackson nái fyrsta sæti listans á næsta ári. Elvis er síðan í fjórða sæti en dánarbú rokkkóngsins skilaði 55 milljón dollara tekjum í ár. Elvis lést í ágúst 1977. Forbes reiknar með að hann nái betra sæti á listanum á næsta ári. Þeir sem skipa topp tíu listan að öðru leyti eru rithöfundurinn J.R.R. Tolkien en dánarbú hans skilaði 50 milljónum dollara. Það var einkum kvikmyndun á Hringadróttinssögu Tolkien sem skilar þessum tekjum. Tolkien lést árið 1973. Síðan koma Charles Schultz, skapari teiknimyndahetjunnar Charlie Brown, tónlistarmaðurinn John Lennon, dr. Suess eða Theodor Geisel skapari Köttsins með höttinn, vísindamaðurinn Albert Einstein og rithöfundurinn Michael Crichton.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira