Sport

Sögulegt heimsmet hjá Bernard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hún er ekki há, fituprósentan hjá Alain Bernard.
Hún er ekki há, fituprósentan hjá Alain Bernard. Nordic Photos / AFP
Frakkinn Alain Bernard varð í gær fyrsti maðurinn til að synda 100 metra skriðsund á undir 47 sekúndum.

Bernard synti á 46,94 sekúndum í undanúrslitum í sundinu á franska meistaramótinu sem fór fram í Montpellier.

Eamon Sullivan frá Ástralíu átti gamla metið, 47,05 sekúndur, sem hann setti á Ólympíuleikunum í Peking í sumar.

„Að verða fyrsti maðurinn til að synda undir 47 sekúndum og að ná þeim áfanga í Frakklandi fyrir framan mína aðdáendur var frábært," sagði hann í samtali við franska fjömiðla.

Það á þó enn eftir að fá metið endanlega staðfest þar sem yfirvöld í sundheiminum eiga eftir að samþykkja búninginn sem hann klæddist í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×