Iðnaðarframleiðslan langt umfram væntingar í Þýskalandi 8. júlí 2009 12:43 Iðnaðarframleiðsla í Þýskalandi jókst um 3,7% í maí síðastliðnum frá fyrri mánuði og hefur ekki aukist jafn mikið í einum mánuði í 16 ár. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þetta gefi væntingum byr undir báða vængi þess efnis að þýska hagkerfið væri nú kominn yfir versta hjalla efnahagslægðarinnar og það versta væri afstaðið í þýskum iðnaði. Aukningin var langt umfram væntingar. Spár höfðu gert ráð fyrir að aukningin yrði 0,5% í maí eftir samdrátt iðnaðarframleiðslu í apríl. Tölurnar voru birtar í gær og urðu til þess að evran styrktist lítillega gagnvart dollar. Svo virðist sem hagtölur séu nú byrjaðar að ríma við væntingar sem hafa undanfarið snúist til betri vegar. Þannig hafa væntingar þýskra greinenda og fjárfesta verulega glæðst undanfarna mánuði og hafa nú ekki verið hærri um 3 ára skeið. Á fyrsta ársfjórðungi dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 6,9% samanborið við sama fjórðung fyrir ári síðan og var samdrátturinn einna mestur þar af stóru ríkjum ESB á tímabilinu. Samdráttinn má rekja til fimmtungs samdráttar í útflutningi á tímabilinu en þýska hagkerfið á mikið undir að eftirspurn á heimsvísu taki við sér á nýjan leik og heimsviðskipti fari að glæðast. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Iðnaðarframleiðsla í Þýskalandi jókst um 3,7% í maí síðastliðnum frá fyrri mánuði og hefur ekki aukist jafn mikið í einum mánuði í 16 ár. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þetta gefi væntingum byr undir báða vængi þess efnis að þýska hagkerfið væri nú kominn yfir versta hjalla efnahagslægðarinnar og það versta væri afstaðið í þýskum iðnaði. Aukningin var langt umfram væntingar. Spár höfðu gert ráð fyrir að aukningin yrði 0,5% í maí eftir samdrátt iðnaðarframleiðslu í apríl. Tölurnar voru birtar í gær og urðu til þess að evran styrktist lítillega gagnvart dollar. Svo virðist sem hagtölur séu nú byrjaðar að ríma við væntingar sem hafa undanfarið snúist til betri vegar. Þannig hafa væntingar þýskra greinenda og fjárfesta verulega glæðst undanfarna mánuði og hafa nú ekki verið hærri um 3 ára skeið. Á fyrsta ársfjórðungi dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 6,9% samanborið við sama fjórðung fyrir ári síðan og var samdrátturinn einna mestur þar af stóru ríkjum ESB á tímabilinu. Samdráttinn má rekja til fimmtungs samdráttar í útflutningi á tímabilinu en þýska hagkerfið á mikið undir að eftirspurn á heimsvísu taki við sér á nýjan leik og heimsviðskipti fari að glæðast.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira