Svikamylla Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan 2. september 2009 13:42 Svikamylla Bernhard Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan eða 1999 en samt fékk spilaborgin að standa uppi næstu tíu árin með tapi upp á fleiri tugi milljarða dollara fyrir fórnarlömb Madoff. Greint er frá þessu í grein í blaði sambands danskra fjárfesta, Aktionæren. Þar segir að árið 1999 hafi fjárfestir, sem hafði áhuga á að setja peninga sína í ávöxtun hjá Madoff, haft samband við greiningarfyrirtækið Northfield Information Services. Bað hann Northfield að gera fyrir sig úttekt á starfsháttum Madoff og því hvernig honum tækist að ná svo mikilli ávöxtun úr fjárfestingum sínum eins og raun bar vitni. Dan diBartolomeo forstjóri Northfield Information Services segir að úttekt þeirra hafi leitt í ljós að það hafi verið ómögulegt fyrir Madoff að ná þessari ávöxtun sinni án þess að einhver maðkur væri í mysunni. „Miðað við þá verðbréfapappíra sem Madoff sagðist versla með var ekki hægt að ná þessari ávöxtun fram á löglegan hátt," segir diBartolomeo. Fram kemur í greininni að það hafi aðeins tekið 3 til fjóra klukkutíma fyrir Northfield Information Services að komast að því að um svikamyllu var að ræða. Hinsvegar voru fjölmargir vogunarsjóðir, bankar og fjárfestar sem sáu ekki í gegnum Madoff. Það hefur áður komið fram að opinberar eftirlitsstofnanir sváfu einnig á verðinum. M.a. mun bandaríska fjármálaeftirlitinu hafa borist ábending um að ekki hafi allt verið með felldu hjá Madoff. Sú ábending barst fyrir 10 árum síðan eða um það leiti sem Northfield Information Services ráðlagði fyrrgreindum fjárfesti að koma ekki nálægt starfsemi Madoffs. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Svikamylla Bernhard Madoff var afhjúpuð fyrir áratug síðan eða 1999 en samt fékk spilaborgin að standa uppi næstu tíu árin með tapi upp á fleiri tugi milljarða dollara fyrir fórnarlömb Madoff. Greint er frá þessu í grein í blaði sambands danskra fjárfesta, Aktionæren. Þar segir að árið 1999 hafi fjárfestir, sem hafði áhuga á að setja peninga sína í ávöxtun hjá Madoff, haft samband við greiningarfyrirtækið Northfield Information Services. Bað hann Northfield að gera fyrir sig úttekt á starfsháttum Madoff og því hvernig honum tækist að ná svo mikilli ávöxtun úr fjárfestingum sínum eins og raun bar vitni. Dan diBartolomeo forstjóri Northfield Information Services segir að úttekt þeirra hafi leitt í ljós að það hafi verið ómögulegt fyrir Madoff að ná þessari ávöxtun sinni án þess að einhver maðkur væri í mysunni. „Miðað við þá verðbréfapappíra sem Madoff sagðist versla með var ekki hægt að ná þessari ávöxtun fram á löglegan hátt," segir diBartolomeo. Fram kemur í greininni að það hafi aðeins tekið 3 til fjóra klukkutíma fyrir Northfield Information Services að komast að því að um svikamyllu var að ræða. Hinsvegar voru fjölmargir vogunarsjóðir, bankar og fjárfestar sem sáu ekki í gegnum Madoff. Það hefur áður komið fram að opinberar eftirlitsstofnanir sváfu einnig á verðinum. M.a. mun bandaríska fjármálaeftirlitinu hafa borist ábending um að ekki hafi allt verið með felldu hjá Madoff. Sú ábending barst fyrir 10 árum síðan eða um það leiti sem Northfield Information Services ráðlagði fyrrgreindum fjárfesti að koma ekki nálægt starfsemi Madoffs.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira