Tímabært að Fréttablaðið birti minningargreinar 1. október 2009 06:00 Það er mat margra sem komnir eru fram á og yfir miðjan aldur að sá hluti Morgunblaðsins sem hvað erfiðast sé að láta framhjá sér fara sé minningargreinarnar. Takist ekki að fylgjast með andlátstilkynningum eða skanna minningargreinar reglulega sé ávallt sú hætta fyrir hendi að andlát gamalla vina, kunningja eða fólks sem tengist vinum og vandamönnum fari einfaldlega framhjá manni.Pínlegar aðstæður geta skapast þegar spurt er t.d. „hvernig hefur mamma þín það?“ og viðkomandi svarar: „hún er látin.“ Til að fyrirbyggja þetta vilja margir, og þá sérstaklega þeir sem komnir eru á þann aldur að þeir eru farnir að sjá á eftir jafnöldrum yfir móðuna miklu, fletta minningargreinahluta Morgunblaðsins helst daglega. En hvað er nú til ráða ef þetta sama fólk er kannski mjög ósátt við ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Moggans og langar jafnvel hvað mest til að segja upp áskriftinni? Þessir einstaklingar þurfa að velja á milli þess að: 1. Sætta sig við ráðningu fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins í ritstjórastól „Blaðs allra landsmanna“ og fá áfram sendan Moggann með minningargreinum og öðru því sem ritstjórnin kýs að birta. 2. Að segja upp áskriftinni og auka þannig líkurnar á að finna sig í ofangreindum aðstæðum þar sem andlát einhvers kunnugs hefur farið framhjá þeim. Ein lausn á þessu er sú að Fréttablaðið taki það upp hjá sér að birta minningargreinar. Þá skapast þeir valmöguleikar að fólk getur ákveðið hvort það vilji birta eftirmæli ástvina sinna í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu eða í báðum þessum blöðum. Telja má víst að Fréttablaðið muni auka vinsældir sínar til muna birti blaðið minningargreinar og mörgum kann þá að finnast að með því uppfylli það þessa sammannlegu þörf að fylgjast með fréttum af mönnum og málefnum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er mat margra sem komnir eru fram á og yfir miðjan aldur að sá hluti Morgunblaðsins sem hvað erfiðast sé að láta framhjá sér fara sé minningargreinarnar. Takist ekki að fylgjast með andlátstilkynningum eða skanna minningargreinar reglulega sé ávallt sú hætta fyrir hendi að andlát gamalla vina, kunningja eða fólks sem tengist vinum og vandamönnum fari einfaldlega framhjá manni.Pínlegar aðstæður geta skapast þegar spurt er t.d. „hvernig hefur mamma þín það?“ og viðkomandi svarar: „hún er látin.“ Til að fyrirbyggja þetta vilja margir, og þá sérstaklega þeir sem komnir eru á þann aldur að þeir eru farnir að sjá á eftir jafnöldrum yfir móðuna miklu, fletta minningargreinahluta Morgunblaðsins helst daglega. En hvað er nú til ráða ef þetta sama fólk er kannski mjög ósátt við ráðningu Davíðs Oddssonar í ritstjórastól Moggans og langar jafnvel hvað mest til að segja upp áskriftinni? Þessir einstaklingar þurfa að velja á milli þess að: 1. Sætta sig við ráðningu fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins í ritstjórastól „Blaðs allra landsmanna“ og fá áfram sendan Moggann með minningargreinum og öðru því sem ritstjórnin kýs að birta. 2. Að segja upp áskriftinni og auka þannig líkurnar á að finna sig í ofangreindum aðstæðum þar sem andlát einhvers kunnugs hefur farið framhjá þeim. Ein lausn á þessu er sú að Fréttablaðið taki það upp hjá sér að birta minningargreinar. Þá skapast þeir valmöguleikar að fólk getur ákveðið hvort það vilji birta eftirmæli ástvina sinna í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu eða í báðum þessum blöðum. Telja má víst að Fréttablaðið muni auka vinsældir sínar til muna birti blaðið minningargreinar og mörgum kann þá að finnast að með því uppfylli það þessa sammannlegu þörf að fylgjast með fréttum af mönnum og málefnum. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar