Framboðsræða Snorra í Valhöll - myndband 25. mars 2009 15:05 Meðframbjóðendur Snorra höfðu greinilega gaman af ræðunni. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér. Kosningar 2009 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér.
Kosningar 2009 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira