Viðskipti innlent

Century Aluminum hækkaði mest í Kauphöllinni

Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.
Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 1,85 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Marel Food Systems fylgdi á eftir með 0,9 prósent hækkun. Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskip um 0,81 prósent og í Færeyjabanka um 0,41 prósent.

Gengi bréfa í Bakkavör lækkaði á sama tíma um 2,77 prósent, í Straumi um 1,07 prósent og Össuri um 0,61 prósent.

Úrvalsvísitalan, OMXI6, sem Kauphöllin hóf að reikna eftir áramótin, lækkaði um 0,37 prósent og stendur í 995,8 stigum. Upphafsgildi hennar var 1.000 stig á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni á föstudag í síðustu viku.

Gamla vísitalan, OMXI15, verður haldið til haga út júní. Hún lækkaði um 0,12 prósent og stendur í 355 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×