Sport

Mamman kom, sá og sigraði á opna bandaríska

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kim Clijsters ásamt dóttur sinni eftir að sigurinn var í höfn.
Kim Clijsters ásamt dóttur sinni eftir að sigurinn var í höfn. Nordic photos/AFP

Hin belgíska Kim Clijsters vann sigur á hinni dönsku Caroline Wozniacki í tveimur settum, 7-5 og 6-3, í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt.

Hin 26 ára gamla Clijsters snéri aftur til keppni í tennis í ágúst eftir 27 mánaða langt frí þar sem hún eignaðist meðal annars sitt fyrsta barn.

Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu, sem er eitt af fjórum „grand slam" mótum ársins, varð Clijsters fyrsta mamman til þess að vinna á einu af stórmótunum fjórum síðan árið 1980, þegar Evonne Goolagong vann Wimbledon mótið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×