Fótbolti

Hoffenheim aftur á toppinn - Bayern lá heima

NordicPhotos/GettyImages

Óvæntir hlutir áttu sér stað í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Spútniklið Hoffenheim er komið aftur á toppinn eftir 3-3 jafntefli á útivelli gegn Stuttgart og Bayern lá heima 2-1 fyrir Köln.

Þetta var þriðja tap Bayern í síðustu fjórum leikjum og eins og búast mátti við var baulað á leikmenn Bayern í leikslok.

Hertha hefði geta komist á toppinn með sigri á Wolfsburg á útivelli, en tapaði 2-1 og er því í öðru sæti með 40 stig líkt og Hoffenheim -en með lakari markatölu.

Bayern er í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðunum og einu á eftir Hamburg, sem getur komist á toppinn með sigri á Leverkusen á morgun.

Úrslitin í úrvalsdeildinni í dag:



Arminia Bielefeld - Bochum 1-1

Bayern München - 1. FC Köln 1-2

Mönchengladbach - Hannover 3-2

Cottbus - Werder Bremen 2-1

Karlsruher SC - Frankfurt 0-1

VfB Stuttgart - Hoffenheim 3-3

VfL Wolfsburg - Hertha BSC 2-1

Staðan í Þýskalandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×