Algengast að merkt sé við tvo á kjörseðli 25. apríl 2009 07:00 Mynd/GVA Alltaf er talsvert um ógilda kjörseðla í hverjum kosningum. Algengast er að merkt sé við einn lista en einstaklingur strikaður út af einhverjum öðrum lista, sem ógildir atkvæðið, segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til að atkvæðaseðill teljist gildur má ekki eiga á nokkurn hátt við lista annan en þann sem kjósandinn hyggst greiða atkvæði sitt. Sveinn segir í raun duga að strika út eitt nafn á lista til að sá listi teljist hafa fengið atkvæði kjósandans, jafnvel þó sá kjósandi krossi ekki við listabókstafinn. Þess vegna teljist atkvæðaseðlar þar sem merkt er við einn lista en strikað út af öðrum alltaf ógildir, þar sem ómögulegt sé að segja til um hvorn listann viðkomandi kjósandi ætlaði sér að kjósa. Kjósendur mega þó alltaf merkja við sinn lista, strika menn út af þeim lista, eða breyta röð þeirra með tölustöfum. Alltaf er eitthvað um að kjósendur ógildi kjörseðla sína með því að krota á þá, eða skrifa á spássíuna. Sumir ganga svo langt að skrifa vísur á kjörseðilinn. Í slíkum tilvikum verður yfirkjörstjórn að líta svo á að búið sé að auðkenna kjörseðilinn, í raun merkja hann ákveðnum kjósanda. Þar sem slíkt er með öllu óheimilt telst slíkur kjörseðill ógildur, segir Sveinn. Geri kjósendur mistök í kjörklefanum, eða iðrist þess að hafa párað stöku á kjörseðilinn, geta þeir fengið nýjan kjörseðil afhentan. Þá má að sjálfsögðu ekki stinga þeim fyrri í kjörkassann, heldur skal hann afhentur fulltrúum kjörstjórnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Alltaf er talsvert um ógilda kjörseðla í hverjum kosningum. Algengast er að merkt sé við einn lista en einstaklingur strikaður út af einhverjum öðrum lista, sem ógildir atkvæðið, segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til að atkvæðaseðill teljist gildur má ekki eiga á nokkurn hátt við lista annan en þann sem kjósandinn hyggst greiða atkvæði sitt. Sveinn segir í raun duga að strika út eitt nafn á lista til að sá listi teljist hafa fengið atkvæði kjósandans, jafnvel þó sá kjósandi krossi ekki við listabókstafinn. Þess vegna teljist atkvæðaseðlar þar sem merkt er við einn lista en strikað út af öðrum alltaf ógildir, þar sem ómögulegt sé að segja til um hvorn listann viðkomandi kjósandi ætlaði sér að kjósa. Kjósendur mega þó alltaf merkja við sinn lista, strika menn út af þeim lista, eða breyta röð þeirra með tölustöfum. Alltaf er eitthvað um að kjósendur ógildi kjörseðla sína með því að krota á þá, eða skrifa á spássíuna. Sumir ganga svo langt að skrifa vísur á kjörseðilinn. Í slíkum tilvikum verður yfirkjörstjórn að líta svo á að búið sé að auðkenna kjörseðilinn, í raun merkja hann ákveðnum kjósanda. Þar sem slíkt er með öllu óheimilt telst slíkur kjörseðill ógildur, segir Sveinn. Geri kjósendur mistök í kjörklefanum, eða iðrist þess að hafa párað stöku á kjörseðilinn, geta þeir fengið nýjan kjörseðil afhentan. Þá má að sjálfsögðu ekki stinga þeim fyrri í kjörkassann, heldur skal hann afhentur fulltrúum kjörstjórnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira