Vilja taka upp evru í samstarfi við AGS Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2009 18:39 Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira