Breska FSA kannar sölu á JJB Sports hlutum til Kaupþings 18. september 2009 08:46 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira