Fullkomið jafnrétti? Halla Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2009 06:00 "Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
"Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun