Fótbolti

Van der Vaart vill vera áfram hjá Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafael van der Vaart.
Rafael van der Vaart. Nordic photos/AFP

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart hefur vísað því á bug að hann sé að leitast eftir því að yfirgefa herbúðir Real Madrid þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Van der Vaart kveðst í viðtali við opinbera heimasíðu Real Madrid vera staðráðinn í að sanna sig hjá félaginu en hann hefur setið undir gagnrýni fyrir spilamennsku sína síðan hann var keyptur á 13 milljónir evra frá Hamburg í ágúst í fyrra.

„Ég átti við smávægileg meiðsli að stríða á undirbúningstímabilinu og hafði um mikið að hugsa varðandi framtíð mína hjá Real Madrid. Núna er ég hins vegar ánægður og ég þarf að grípa næsta tækifæri til þess að sýna að ég eigi heima hjá félaginu. Ég er búinn að fá smá spiltíma í síðustu leikjum og ég er mjög ánægður með það. Núna þarf ég að vinna mig upp og verða mikilvægur fyrir liðið," segir van der Vaart vongóður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×