Meistarar og meistaraefnið í vanda á Spa 30. ágúst 2009 08:27 Jarno Trulli er annar á ráslínu á Spa og líklegur til afreka, Formúlu 1 kappaksturinn á Spa brautinni í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 og fremstur á ráslínu er Ítalinn Giancarlo Fisichella og við hlið hans Jarno Trulli frá sama landi. Það að Fisichella er fyrstur er mjög óvenjulegt, en lið hans Force India hefur vaxið ásemginn á árinu eftir að liðið skipti frá Ferrari vélum yfir til Mercedes og fékk þaðan tækniaðstoð. Félagi Fiaichella, Adrian Sutil er ellefti á ráslínunni og stóru nöfnin eru á eftir honum. Lewis Hamilton, Fernando Alonso og Jenson Button. Líkur eru á óvæntum úrslitum, en fremstur þeirra sem keppa um titilinn er Rubens Barrichello á Brawn, sem er fjórði en hann vann síðustu keppni. Þá eru BMW ökumenn í þriðja og fimmta sæti, en Nick Heidfeld og Robert Kubca hefur ekki gengið vel á árinu. Fjóir ökumenn eru að berjast um titilinn. Button er efstir að stigum, þá Barrichello og loks Mark Webber og Sebastian Vettel sem eru í áttunda og níunda sæti á ráslínu. Hvert stig er dýrmætt, en Button er með 18 stiga forskot, en 60 stig eru enn i pottinum í þeim sex mótum sem eftir eru. Fyrir sigur fást 10 stig, síðan eru 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 stig fyrir næstu mót á eftir. Hætt er við að Barrichello fallið niður listann í mótinu í dag, þar sem hann var bensínléttur í tímatökunni og raunhraði hans er trúlega 0.5 skúndum hægari en þeirra fljótustu. Button á erfitt uppdráttar þar sem hann ræsir fyrir aftan tvo meistara, Hamilton og Alonso. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 kappaksturinn á Spa brautinni í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 og fremstur á ráslínu er Ítalinn Giancarlo Fisichella og við hlið hans Jarno Trulli frá sama landi. Það að Fisichella er fyrstur er mjög óvenjulegt, en lið hans Force India hefur vaxið ásemginn á árinu eftir að liðið skipti frá Ferrari vélum yfir til Mercedes og fékk þaðan tækniaðstoð. Félagi Fiaichella, Adrian Sutil er ellefti á ráslínunni og stóru nöfnin eru á eftir honum. Lewis Hamilton, Fernando Alonso og Jenson Button. Líkur eru á óvæntum úrslitum, en fremstur þeirra sem keppa um titilinn er Rubens Barrichello á Brawn, sem er fjórði en hann vann síðustu keppni. Þá eru BMW ökumenn í þriðja og fimmta sæti, en Nick Heidfeld og Robert Kubca hefur ekki gengið vel á árinu. Fjóir ökumenn eru að berjast um titilinn. Button er efstir að stigum, þá Barrichello og loks Mark Webber og Sebastian Vettel sem eru í áttunda og níunda sæti á ráslínu. Hvert stig er dýrmætt, en Button er með 18 stiga forskot, en 60 stig eru enn i pottinum í þeim sex mótum sem eftir eru. Fyrir sigur fást 10 stig, síðan eru 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 stig fyrir næstu mót á eftir. Hætt er við að Barrichello fallið niður listann í mótinu í dag, þar sem hann var bensínléttur í tímatökunni og raunhraði hans er trúlega 0.5 skúndum hægari en þeirra fljótustu. Button á erfitt uppdráttar þar sem hann ræsir fyrir aftan tvo meistara, Hamilton og Alonso. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira